Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann

Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi.

Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.

Kristján Már Unnarsson fjallar um málið á Visir.is.
 

Sjá einnig