Á und­an­förn­um árum hef­ur byggst upp á Íslandi skil­virkt raf­orku­kerfi sem er nán­ast 100% með …
Á und­an­förn­um árum hef­ur byggst upp á Íslandi skil­virkt raf­orku­kerfi sem er nán­ast 100% með end­ur­nýj­an­legri orku. Sam­hliða því hef­ur byggst upp öfl­ug­ur orkuiðnaður, þar sem kol­efn­is­fót­sporið er með því lægsta sem þekk­ist á heimsvísu. Þetta kemur fram í grein Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls í Morgunblaðinu.

Er loftslagsvandinn staðbundinn eða hnattrænn?

Í umræðum um lofts­lags­mál­in vill bregða við að talað sé um aukna los­un á Íslandi án þess að það sé sett í hnatt­rænt sam­hengi. En þá er hætta á að jarðsam­bandið tap­ist.

Það vill gleym­ast hjá þjóð sem geng­ur að end­ur­nýj­an­legri orku sem vísri, að veru­leik­inn er ann­ar á heimsvísu. Rekja má 40% af los­un gróður­húsaloft­teg­unda í heim­in­um til beisl­un­ar raf­orku og er sú los­un fyrst og fremst til kom­in vegna brennslu jarðefna­eldsneyt­is, orku­gjafa á borð við kol, olíu og gas.

Til þess að draga úr los­un hafa þjóðir heims lagt áherslu á að beisla end­ur­nýj­an­lega orku, vatns­afl, jarðvarma, vind og sól­ar­orku. Það er sem sé ekki sama hvaðan ork­an kem­ur.

Íslend­ing­ar geta því verið stolt­ir af fram­lagi sínu í lofts­lags­mál­um. Á und­an­förn­um árum hef­ur byggst upp á Íslandi skil­virkt raf­orku­kerfi sem er nán­ast 100% með end­ur­nýj­an­legri orku. Sam­hliða því hef­ur byggst upp öfl­ug­ur orkuiðnaður, þar sem kol­efn­is­fót­sporið er með því lægsta sem þekk­ist á heimsvísu.

Til marks um það má nefna að ál­ver á Íslandi hafa verið í far­ar­broddi í að draga úr los­un með hug­viti, tækniþróun og agaðri ker­rekstri og hef­ur los­un á hvert fram­leitt tonn minnkað um 75% frá ár­inu 1990. Stöðugt er unnið að því að draga enn frek­ar úr los­un og nær það til allra þátta rekst­urs­ins.

Í álfram­leiðslu er mesta los­un­in á heimsvísu vegna orku­vera sem brenna jarðefna­eldsneyti. Mest­ur vöxt­ur hef­ur verið í álfram­leiðslu í Kína á und­an­förn­um ára­tug og er nú svo komið að yfir helm­ing­ur alls áls í heim­in­um er fram­leidd­ur þar. Það er var­huga­vert þegar litið er til þess, að ork­an sem nýtt er til álfram­leiðslunn­ar í Kína er að lang­mestu leyti frá kola­orku­ver­um. Ál sem fram­leitt er á Íslandi er með um 10 sinn­um lægra kol­efn­is­fót­spor en það sem fram­leitt er með kola­orku í Kína.

Álfram­leiðsla hef­ur einnig byggst upp í Mið-Aust­ur­lönd­um á síðustu árum, en þar er að mestu notuð gasorka. Fyr­ir vikið los­ar álfram­leiðsla þar um sjö­falt meira en álfram­leiðsla á Íslandi.

Þetta skipt­ir máli í stóra sam­heng­inu. Það er til lít­ils að draga úr los­un á ein­um stað, ef það þýðir að los­un­in verður marg­falt meiri á öðrum. Þetta er eina og sama plán­et­an. Lofts­lags­vand­inn er ís­lensk­ur í þeim skiln­ingi, að við deil­um vand­an­um með öðrum þjóðum, en hann er um­fram allt hnatt­rænn.

Notk­un áls fylg­ir mik­ill ábati í lofts­lags­mál­um, þar sem það er létt­ur og sterk­ur málm­ur. Til marks um það má nefna að stöðugt meira ál er notað í bíla­fram­leiðslu til að létta bíla­flot­ann og draga þar með úr los­un sem fylg­ir brennslu eldsneyt­is. Þá er hátt hlut­fall áls í raf­bíl­um á borð við Teslu, þannig kom­ast þeir lengra á hleðslunni. Ál ein­angr­ar vel og dreg­ur þannig úr orku­notk­un bygg­inga og leng­ir end­ing­ar­tíma mat­væla. Þá má end­ur­vinna það aft­ur og aft­ur án þess það tapi upp­runa­leg­um gæðum.

Eft­ir stend­ur að það er los­un frá álfram­leiðslu og hjá því verður ekki kom­ist, þrátt fyr­ir bestu fá­an­legu tækni. En það hef­ur náðst markverður ár­ang­ur í að draga úr þeirri los­un og þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð, þá er lágt kol­efn­is­fót­spor álfram­leiðslu á Íslandi mik­il­vægt fram­lag í lofts­lags­mál­um á heimsvísu.

Pétur Blöndal

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda. pebl@samal.is


Sjá einnig