Flóknari vörur og meiri virðisauki

Síðasti álbarrinn fór með skipi í lok janúar á þessu ári til viðskiptavinar fyrirtækisins til fjölda ára í borginni Singen í Þýskalandi, eins og fram kemur í frétt sem Haraldur Guðmundsson skrifar fyrir Markaðinn, en fréttina má einnig lesa á Visir.is. „Það er systurfyrirtæki okkar í Þýskalandi sem hefur keypt ál af okkur í marga áratugi og mun gera það áfram og því var vel við hæfi að síðasti barrinn færi þangað,“ segir Rannveig í viðtali í blaðinu.   

Álverið í Straumsvík framleiðir nú bæði álstangir og álkubba til útflutnings. Rio Tinto Alcan hefur að undanförnu unnið að breytingum á steypuskála álversins í þeim tilgangi að skipta að fullu úr álbarraframleiðslu yfir í framleiðslu á álstöngum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í næsta mánuði. 

„Við erum búin að breyta hluta af okkar búnaði til að framleiða stangir sem þurfa meiri úrvinnslu en eru verðmætari en barrarnir. Þetta er skemmtilegt fyrir okkur að framleiða meira virðisaukandi og flóknari vörur,“ segir Rannveig ennfremur. 

Sjá einnig