Hækkandi álverð skilar tugum milljarða

Ætla má að hækk­un ál­verðs hafi aukið tekj­ur ís­lensku ál­ver­anna um ríf­lega 70 millj­arða króna í fyrra. Þá hafa hækk­an­ir und­an­farið aukið tekj­urn­ar en ál­verð hef­ur hækkað um 500 dali frá því í des­em­ber.

Páll Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá Norðuráli, seg­ir orkukreppu í Kína og Evr­ópu hafa dregið úr fram­leiðslu á áli. Af þeim sök­um séu ís­lensku ál­ver­in und­ir þrýst­ingi að auka fram­leiðsluna. Vegna skerðinga á raf­orku sé hins veg­ar út­lit fyr­ir að fram­leiðsla ál­ver­anna muni drag­ast sam­an í ár.

„Skerðing­ar Lands­virkj­un­ar eru nauðsyn­leg­ar og skilj­an­leg­ar en koma á óheppi­leg­um tíma fyr­ir orku­sæk­inn iðnað á Íslandi og orku­fyr­ir­tæk­in. Það er ekki auðveld staða fyr­ir ál­ver­in á Íslandi að vera að fram­leiða minna en þau ætluðu að gera. Það er hart sótt á sölu­samn­inga vegna skorts og tjón vegna skerðing­anna er því miður tölu­vert,“ seg­ir Páll um stöðuna á markaði. Nánar má lesa um stöðu álmarkaða í Morgunblaðinu

Sjá einnig