Íslensk umhverfismál í alþjóðlegu samhengi

Í grein Guðrúnar Sævarsdóttur forseta tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík kemur fram að álframleiðsla á Íslandi spari heimsbyggðinni losun upp á 11,6 milljónir tonna af koltvísýringi ár hvert, en þá er miðað við álframleiðslu í Kína sem er koladrifin og hefur byggst upp hratt síðustu ár. „Þar með er ekki sagt að Ísland eigi að byggja fleiri álver og virkja fyrir þau, það væri varla skynsamlegt frá sjónarhóli fjölbreytni og áhættudreifingar. En frá sjónarhóli umhverfisins er rekstur þessara álvera sennilega jákvæðasta framlag Íslands til loftslagsmála í dag.“

Hér má lesa grein Guðrúnar. 

Sjá einnig