Stöðugt er unnið að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hjá íslenskum álverum og er kolefnis…
Stöðugt er unnið að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hjá íslenskum álverum og er kolefnisfótspor álframleiðslu hvergi lægra í heiminum, að sögn Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls.

Niðurdæling kolefnis til skoðunar en óvíst hún sé raunhæf eða gerleg

Álver­in eru og hafa verið opin fyr­ir því að skoða niður­dæl­ingu kol­efn­is. Þetta kem­ur fram í svari Pét­urs Blön­dal, fram­kvæmda­stjóra Sa­máls, við fyr­ir­spurn mbl.is. Til­efn­ið er frétt þess efn­is að hægt sé að dæla kolt­víoxíði, sem kem­ur upp, aft­ur niður í jörðina og þar verði það að grjóti.

Í fréttinni kemur fram, að Pét­ur seg­ir að ál­ver­in hafi fengið kynn­ingu og átt sam­töl við fyr­ir­tæki og sér­fræðingi um það hvort þessi leið sé fær og það er enn til skoðunar. „Auðvitað væri frá­bært ef það gengi upp en ekki er ljóst hvort það er raun­hæft eða ger­legt,“ seg­ir Pét­ur.

Hann seg­ir að vand­inn þessu tengd­ur sé tvíþætt­ur. Í fyrsta lagi er ekki víst að aðstæður séu til staðar en berg­grunn­ur­inn fyr­ir aust­an er gam­all og þétt­ur og ólík­legt að þetta sé mögu­legt þar.

Í öðru lagi seg­ir Pét­ur að afsogs­kerfið í ál­ver­um sé afar kraft­mikið, sem þýðir að búið er að þynna veru­lega styrk kol­efn­is á rúm­mál. Það hlut­fall er mun lægra en í þeim verk­efn­um þar sem leið niður­dæl­ing­ar hef­ur verið far­in hingað til. 

„Það má segja að afsogs­kerfið sé eins og ryk­suga á heim­il­um. Ef hún er lágt stillt, þá nærðu ekki ryk­inu. Ástæðan fyr­ir þessu öfl­uga afsogs­kerfi er að mik­il­vægt er að ná afgasinu inn í hreinsi­virk­in, þannig að hægt sé að hreinsa út flúor og ryk,“ seg­ir Pét­ur.

Flúor­inn fer í hringrás og er end­ur­nýtt­ur í fram­leiðslu­ferl­inu. Pét­ur seg­ir að þetta kerfi hafi lagt grunn­inn að því að tek­ist hafi að draga úr los­un flúors frá ál­ver­um hér á landi um yfir 90% á hvert fram­leitt tonn frá ár­inu 1990. „Fyr­ir vikið er búið að blanda svo miklu lofti í út­blástur­inn, að styrk­ur kol­efn­is er í raun orðinn lít­ill á rúm­mál.

„Það er stöðugt verk­efni hjá ál­ver­um á Íslandi að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og náðst hef­ur markverður ár­ang­ur á því sviði, en hvergi í heim­in­um er álfram­leiðsla með lægra kol­efn­is­fót­spor,“ seg­ir Pét­ur.


Sjá einnig