Nýjar áherslur hjá Norðuráli

„Norðurál er um­bóta­sinnað fyr­ir­tæki og við erum alltaf að leita leiða til að gera bet­ur. Á það jafnt við um ör­ygg­is-, um­hverf­is- og gæðamál, fram­leiðslu eða aðra þætti í rekstr­in­um,“ seg­ir Sigrún Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Norðuráls á Grund­ar­tanga í samtali við Sigurð Boga Sævarsson í Morgunblaðinu. 

Þar kemur fram að fyrirtækið sé  hið stærsta á Vest­ur­landi, starfs­menn um 600 tals­ins, velt­an á ár­inu 2020 hafi verið 77,2 millj­arðar króna og fram­leiðslan á ári sé um 320 þúsund tonn af áli. Sigrún hóf störf hjá Norðuráli árið 2012 og tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra ál­vers­ins í fe­brú­ar á þessu ári.

Auka virði fram­leiðslunn­ar

Áliðnaður­inn í land­inu stend­ur vel um þess­ar mund­ir; af­kom­an er ágæt og eft­ir­spurn eft­ir fram­leiðslunni mik­il, að því er fram kemur í greininni. „Við erum í sterkri stöðu og höf­um for­skot í sam­keppn­inni. Fólk og fyr­ir­tæki hafa mikl­ar og vax­andi áhyggj­ur af lofts­lags­mál­um og horfa í aukn­um mæli á kol­efni­á­hrif fram­leiðsluþátta.

Stærsti ein­staki þátt­ur­inn í kol­efn­is­spori álfram­leiðslu á heimsvísu er raf­orkan. Á Íslandi er ork­an end­ur­nýj­an­leg og þegar það helst í hend­ur við stöðugan rekst­ur og ör­ugg­an tækja­búnað get­um við fram­leitt ál sem er það græn­asta í heimi,“ seg­ir Sigrún.

Hér má lesa viðtalið við Sigrúnu. 

Sjá einnig