Samfélagssjóður Alcoa styrkir Íslendinga til náms í þjóðgarðafræðum

Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation), bandaríska stofnunin The American-Scandinavian Foundation (ASF) og Vinir Great Smokey Mountain þjóðgarðsins í Bandaríkjunum (Friends of Great Smoky Mountains National Park) hafa skipulagt tvö þriggja vikna námskeið í þjóðgarðafræðum fyrir Íslendinga. Samfélagssjóður Alcoa veitir rúmum 19 milljónum króna til verkefnsins en alls fara fjórtán manns héðan til Bandaríkjanna af þessu tilefni.

Námskeiðunum er ætlað að stuðla að og viðhalda vernd íslenskra þjóðgarða og friðlýstra landsvæða hér á landi, þjálfa þátttakendur við frekari markaðssetningu þjóðgarðanna og einnig og ekki síst að stuðla að formlegu og faglegu samstarfi ríkisstofnana og frjálsra félagasamtaka sem hagsmuna eiga að gæta. Þess vegna er námið sérsniðið að hlutverki og þörfum starfsfólks þjóðgarða og þeirra sem vinna að málefnum sem tengjast þjóðgörðum, umferð ferðamanna og landvernd.

Sjá einnig