Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi og álið fer til endurvinnslu

„Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir Hörður Már Harðarson tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Ál er kjörið efni í hringrásarhagkerfinu, því það má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Hér má sjá umfjöllun um málið á Stöð 2. 

Sjá einnig