Tæki 4-6 ár að fá nýja kaupendur að raforkunni

Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni ef álverinu í Straumsvík yrði lokað. Þetta segir Gunnar Tryggvason sérfræðingur KPMG í orkumálum í fréttum Stöðvar 2

Hann metur það svo að það taki allt að fjögur til sex ár að reisa kísilver eða mörg gagnaver og enn lengri tíma að þróa sæstreng eða sex til átta ár. „Þannig að orkan verður ekkert notuð ef það verður slökkt á álverinu á morgun eða hinn, þá er orkan ekkert notuð allavega næstu fjögur árin myndi ég halda.“

Sjá einnig