Hönnun og endurvinnsla í forgrunni á ársfundi Samáls

Boðar fjárfestingu upp á 14 milljarða fáist nýr raforkusamningur

Forstjóri Norðuráls boðar fjárfestingu upp á 14 milljarða fáist nýr langtímasamningur hjá Landsvirkjun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í viðtali við Gunnar Guðlaugsson í Fréttablaðinu í dag.

Sprotinn DTE fær 760 millj­ón­a fjár­mögn­un - stefnt að því að semja við álver hér á landi og erlendis

Kan­ad­ísk­ur vís­i­sjóð­ur og Brunn­ur leggj­a sprot­an­um til fé. DTE grein­ir fljót­and­i málm­sýn­i í raun­tím­a. Engum hef­ur áður tek­ist að þróa sam­bær­i­leg­a lausn en marg­ir reynt. DTE mun nýta fjár­magn­ið til að hefj­a fram­leiðsl­u á tækj­a­bún­að­i og sölu á þjón­ust­unn­i.

Ekki er kyn þó keraldið leki

Það átta sig fæstir á því að þegar orkuverð hér á landi er borið saman við orkuverð á meginlandinu, þá verður að taka með í reikninginn ýmsar ívilnanir og hagræði sem stóriðja býr þar við. Pistill Péturs Blöndals í Fréttablaðinu.

Tryggja þarf samkeppnishæft rekstrarumhverfi orkuiðnaðar á Íslandi

Þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði í íslenskri álframleiðslu á árinu 2019 skilaði greinin 213 milljörðum í útflutningstekjur, þar af nam innlendur kostnaður um 91 milljarði. Pétur Blöndal skrifar um afkomu áliðnaðar í Morgunblaðið.

Tímamót í álframleiðslu

Öflugir grunnatvinnuvegir eru næringarríkasta gróðurmoldin fyrir nýsköpun. En til þess þarf rekstrarumhverfið að vera sjálfbært og samkeppnishæft. Þar er verk að vinna. Hér má lesa pistil Péturs Blöndals í Viðskiptablaðinu.

Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir íslensku álverin eins og lítil þorp þar sem um tvö þúsund manns starfa í fjölbreyttum störfum. Hann er í spjalli á Visir.is.

Efniviður í tunglferðir

Tunglferðir, endurvinnsla og könnun á áli í hvunndagslífi fólks ber á góma í grein sem Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, skrifar í Morgunblaðið.

Treysta þarf samkeppnisstöðu íslensks áliðnaðar

Nauðsynleg forsenda fyrir því að orkusækinn iðnaður blómgist áfram á Íslandi er að rekstrarskilyrðin séu samkeppnishæf. Tvö af þremur álverum á Íslandi starfa ekki af fullum afköstum og hafa vísað til þess að verð orkunnar sé ósamkeppnishæft.

Álverin í miklum vanda

Íslenskur áliðnaður hefur sjaldan verið í jafn þröngri stöðu, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Álverð fellur og samhliða hefur skapast mikið offramboð vegna mikillar röskunar á iðnaði.

Óvissa um eft­ir­spurn eft­ir áli

Veirufar­ald­ur­inn hef­ur gríðarleg áhrif á markaði fyr­ir álaf­urðir ál­ver­anna. Eft­ir­spurn, einkum bíla­fram­leiðenda, hef­ur hríðfallið.

SI telja þátttöku í upprunaábyrgðum orka tvímælis

Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins kemur fram að samtökin telja að þátttaka hérlendra raforkufyrirtækja í upprunaábyrgðum orki verulega tvímælis og grafi undan ímynd Íslands sem lands endurnýjanlegrar orku.

Iðnbylting, atvinna og lífskjarasókn

Í fimm áratugi hefur byggst upp öflugt fyrirtæki í Straumsvík. Með framleiðslu áls gafst Íslendingum fyrst kostur á að nýta eigin orkuauðlindir til verðmætasköpunar. Pétur Blöndal skrifar í Morgunblaðið.

Horft til tækifæra í nýsköpun í umhverfis- og loftslagsmálum á Framleiðsluþingi í Hörpu

Yfirskrift Framleiðsluþings SI 2020 er Áskoranir og tækifæri í íslenskum framleiðsluiðnaði. Þingið verður haldið í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14.00.

Norðurál fyrst til að hljóta ASI-vottun

Norðurál á Grundartanga hefur hlotið hina alþjóðlegu ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu, fyrst þeirra álfyrirtækja sem starfa á Íslandi.

Ál, jól og takkaskór í viðtali við nýjan forstjóra Fjarðaáls í Fjarðaálsfréttum

Tor Arne Berg, nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls, er í viðtali í nýju tölublaði Fjarðaálsfrétta, sem komið hafa út á hverju ári frá 2008.

Hildur Guðna­dóttir hlaut Bjart­sýnis­verð­launin 2019

Tón­skáldið, Hildur Guðna­dóttir, hreppti Bjart­sýnis­verð­launin, fyrir tón­smíð sína á árinu 2019. ISAL ál­verið í Straums­vík hefur verið bak­hjarl verð­launanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.

Lífskjör batnað hraðar hér en í Evrópu

Frá því orkusækinn iðnaður fór að skjóta rótum hér á landi, hefur landsframleiðsla farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu í að vera nú tæplega 50% meiri, að því er fram kemur í grein Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls í áramótablaði Markaðarins.

Kolefnislaus álframleiðsla handan við hornið?

Lítil frétt á Reuters vakti athygli víða um heim fyrir tveim vikum. Þá var fyrsti álfarmurinn seldur til Apple sem framleiddur er án losunar koldíoxíðs eða CO2. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar um umhverfismál í Morgunblaðið.

Apple kaupir ál sem framleitt er án kolefnislosunar af Rio Tinto og Alcoa

Apple hefur fest kaup á fyrsta áli sem framleitt er í heiminum án beinnar losunar CO2. Það var gert með hinni byltingarkenndu rafgreiningartækni ELYSIS™, sem Rio Tinto og Alcoa vinna að.

Endurvinnsla áls í Þjóðmálum

Fjallað er um ál og endurvinnslu í hausthefti Þjóðmála sem er nýkomið út.

Álverið er komið á fullt

End­ur­ræs­ingu þriðja ker­skál­ans í ál­ver­inu í Straums­vík er lokið, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.

Stækk­ar álmarkaðinn

Aukin eftirspurn er eftir áli í drykkjarumbúðir. Pétur Blöndal ræðir við Morgunblaðið um endurvinnslu áls.

Íslensk raforka – ávinningur og samkeppnishæfni

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um íslenska raforkumarkaðinn miðvikudaginn 16. október í Hörpu kl. 8.30–10.00.

Samstarfsvettvangur stofnaður um loftslagsmál og grænar lausnir

Stofnfundur Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir var haldinn 19. september. Álverin þrjú eru á meðal stofnfélaga.

Áhugi á frekari útflutningi hjá fyrirtækjum í Álklasanum

Tækifæri í loftslagsvænum afurðum, en bæta þarf samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum segir í nýútkominni skýrslu Íslandsstofu.

Hálf öld frá því álverið í Straumsvík hóf starfsemi

Fimm­tíu ár eru liðin frá því fram­leiðsla áls hófst á Íslandi, en það var klukk­an 9:42 hinn 1. júlí 1969 sem fyrsta kerið í ál­ver­inu ISAL í Straums­vík var ræst.

Viljayfirlýsing stjórnvalda, stóriðjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um hreinsun og bindingu kolefnis

Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af hálfu stjórnvalda og stóriðjufyrirtækja um að kannað verði til hlítar hvort aðferð sem kölluð er „CarbFix“ geti orðið raunhæfur kostur, bæði tæknilega og fjárhagslega, til þess að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) frá stóriðju á Íslandi.

Er Ísland land endurnýjanlegrar orku?

Forstjóri Fjarðaáls segir að sala á upprunaábyrgðum raforku frá landinu virki eins og aflátsbréf í loftslagsmálum. Fyrirtækið hafi talið sig kaupa græna orku en sá stimpill sé nú seldur til annarra landa. RÚV fjallar um málið.

Nýtt álverk frá Studio Portland dúkkar upp í sumar í miðborginni

Í sumar mun dúkka upp í miðborg Reykjavíkur nýtt álverk frá Studio Portland. Það byggist á þeim grunni sem lagður var með endurvinnsluátaki sprittkerta og verður framleitt hjá Málmsteypunni Hellu.

Loftslagsáætlun kynnt í samfélagsskýrslu og grænu bókhaldi ISAL

Samfélagsskýrsla og Grænt bókhald ISAL er komið út fyrir árið 2018. Hér má fræðast nánar um það.

Gunnar Guðlaugsson nýr forstjóri Norðuráls

Gunnar Guðlaugsson nýr forstjóri Norðuráls hefur verið framkvæmdastjóri álversins á Grundartanga frá 2009. Hann hefur yndi af útivist og ólst upp við rætur Hvannadalshnjúks. Hér má lesa brot úr viðtali við hann í Viðskiptablaðinu.

Stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir

Stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir var undirritað í dag, en að honum standa stjórnvöld og atvinnulífið. Samtök iðnaðarins höfðu forystu um stofnun vettvangsins, en á meðal stofnaðila eru álverin þrjú á Íslandi.

Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls

Þrjátíu og tveir nemendur brautskráðust frá Stóriðjuskóla Norðuráls í maí, 14 úr grunnnámi og 18 úr framhaldsnámi. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa 164 nemendur útskrifast frá honum á þessum tíma.

Staða áliðnaðar í Viðskiptapúlsi Morgunblaðsins

Innlendur kostnaður álvera á Íslandi nam 86 milljörðum í fyrra, en útflutningur alls nam um 230 milljörðum. Pétur Blöndal ræddi m.a. lykiltölur áliðnaðarins, umhverfismál og uppbyggingu Álklasans í Viðskiptapúlsi Morgunblaðsins.

Álið sterk stoð í 50 ár

Í greiningu Samtaka iðnaðarins kemur fram að uppbygging stóriðju samhliða uppbyggingu raforkukerfisins hafi skilað verulega bættum lífskjörum á þeim 50 árum sem liðin eru frá því álframleiðsla hófst á Íslandi.

Losun álvera dregist saman um 75% frá árinu 1990

Losun gróðurhúsalofttegunda frá álframleiðslu á Íslandi hefur dregist saman um 75% á hvert framleitt tonn frá árinu 1990, m.a. með tæknibreytingum, bættri úrgangsnýtingu og agaðri kerrekstri. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls var í viðtali á Sprengisandi.

Innlendur kostnaður álvera 86 milljarðar

„Ál er hluti af lausninni“ var yfirskrift vel sótts ársfundar Samáls sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 9. maí. Hér má fræðast um fundinn og hlýða á erindin.

Ferðalaginu lýkur aldrei

Snjallvæðingin, sýndarveruleiki og þörf fyrir hærra hlutfall tæknimenntaðra bar hæst á Nýsköpunarmóti Álklasans. Þörfin er rík fyrir samtal stjórnvalda, háskóla og atvinnulífs, að því er fram kemur í grein Péturs Blöndals í Viðskiptablaðinu.

Sögur verða til á Nýsköpunarmóti Álklasans

Snjallvæðing, bætt orkunýting og nýjar tæknilausnir eru á meðal þess sem rætt verður á Nýsköpunarmóti Álklasans, sem haldið verður í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14 þriðjudaginn 19. mars. Hér má fræðast um dagskrána og skrá sig.

Álklasinn á Íslandi - Útflutningstækifæri

Í skýrslu sem gefin er út af Íslandsstofu, Samáli og Álklasanum er unnin greining á útflutningstækifærum hjá álverum og þeim klasa fyrirtækja sem myndast hefur í kringum hana.

Af framboði og eftirspurn áls

Endurvinnsla áls dugar hvergi nærri til að mæta eftirspurn áls á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Pétur Blöndal skrifar í Fréttablaðið.

Af snjallsímum og geimflaugum

Snjallsímar eður ei, þá eiga allir þessir símar sameiginlegt, að til þess að hægt sé að framleiða þá þarf málma. Það sama á við um tölvur og önnur tæki sem knýja áfram fjórðu iðnbyltinguna. Pétur Blöndal skrifar pistil á Mbl.is.

Gefum jólaljósunum lengra líf

„Það finna allir bylgjuhreyfinguna í samfélaginu, fólk vill leggja sitt af mörkum til að draga úr sóun, flokka og skila til endurvinnslu,“ skrifar Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Þar minnir hann á að með söfnun sprittkerta má tryggja álinu lengra líf.“

Daníel Bjarnason fékk bjartsýnisverðlaunin

Daníel Bjarnason, tónlistarmaður og hljómsveitarstjóri, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Kjarvalsstöðum sem eru áletraður gripur úr áli frá ÍSAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. ÍSAL er bakhjarl verðlaunanna.

Meiri áframvinnsla og bætt straumnýting

Óhætt er að segja að árið 2018 hafi verið viðburðaríkt í áliðnaði. Það má segja að togstreita stórveldanna í heiminum hafi hverfst um álið. Og þar sem verð á áli ræðst á heimsmarkaði hefur það áhrif á íslenska álframleiðslu. Pétur Blöndal fer yfir stöðu áliðnaðar í Fréttablaðinu.

Áframvinnsla, snjall iðnaður og fyrsta rafbílavísan

Nú þegar er áframvinnsla í álverum á Íslandi, skrifar Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins.

Jafnrétti og fjölbreytileiki er góður bissness

„Við styttum vaktir úr 12 tímum í 8 tíma og fækkuðum þannig vinnustundum starfsfólks,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Fjarðaáls, í áramótauppgjöri Morgunblaðsins. „Til að mæta því þurftum við að ráða 50 nýja starfsmenn. Þetta varð veruleg kjarabót fyrir fólkið.“

Áskoranir og tækifæri sem fylgja öflugum orkuiðnaði

„Grundvöllur samkeppnishæfni íslensks orkuiðnaðar felst í frjálsri samkeppni á orkumarkaði,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í áramótauppgjöri Morgunblaðsins. „Hann segir flutningskostnað raforku hærri hér á landi en í Noregi, þó að aðstæður séu sambærilegar.“

Ár mikilla sviptinga í áliðnaði á heimsvísu

Verð á losunarheimildum innan ETS, viðskiptakerfis ESB, hefur margfaldast, að því er fram kemur í grein Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, í Morgunblaðinu. Hann segir mikilvægt að þeir fjármunir skili sér aftur til Íslands til verkefna á sviði loftslagsmála.

Er loftslagsvandinn staðbundinn eða hnattrænn?

Ál­ver á Íslandi hafa verið í far­ar­broddi í að draga úr los­un með hug­viti, tækniþróun og agaðri ker­rekstri og hef­ur los­un á hvert fram­leitt tonn minnkað um 75% frá ár­inu 1990, að því er fram kemur í grein Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls í Morgunblaðinu.