Hönnun og endurvinnsla í forgrunni á ársfundi Samáls

Gætum framleitt rafbíla úr innlendu áli

"Við gætum smíðað okkar eigin rafbíla með innlendu áli," segir Gísli Gíslason í samtali við RÚV, en hann stýrir rafbílafyrirtækinu Even. "Við gætum gert þetta hratt, losað okkur við mengandi bíla á fáum árum."

Heimsókn í Íslandsstofu

Íslandsstofa býður Álklasanum í kaffispjall 23. september kl: 15:00 og kynnir Íslandsstofa þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði. Einnig verður kynnt fyrirhugað verkefni sem lýtur að kortlagningu klasans, þ.m.t. verðmætasköpun og útflutningstækifærum.

Umræða án upphrópana

Það er mikið gagn í umræðu um orkuiðnað á Íslandi, sem er jú einn af undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar. Um leið er mikilvægt að sú umræða sé fagleg og án upphrópana. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar pistil á Mbl.is.

Erfitt að velja á milli Íslands og Kasakstans

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ var yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku, en doktorsverkefnið vann hún í samvinnu við Alcoa Fjarðaál. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu um helgina.

Raforkusala til stórnotenda skert um 3,5%

Útlit fyrir að raforkusala Landsvirkjunar til stórnotenda verði skert um 3,5% á komandi vetri. Það er þriðja árið í röð sem álver þurfa að grípa til skerðingar hér á landi vegna orkuskorts.

Ein af forsendum álvers brestur

Hugmyndir stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að loka hluta sumars sjúkrasviði og bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað vekur hörð viðbrögð. Forstjóri Alcoa á Íslandi segir að við það myndi ein forsenda þess að álver var reist við Reyðarfjörð bresta.

Pönnukökupannan gengur í endurnýjun lífdaga

Fyrir fáeinum árum voru íslenskir hönnuðir fengnir til þess að endurhanna pönnukökupönnurnar sem framleiddar eru af Málmsteypunni Hellu. Nýtt skaft varð til í fimm ólíkum útgáfum. Allt í tilefni af Hönnunarmars. Hér má sjá innslag í Landanum um sköftin og þetta merkilega fyrirtæki Hellu.

Horft til áratuga í áliðnaðinum

Þótt lækkandi álverð hafi neikvæð áhrif á rekstur Norðuráls á árinu er framtíð félagsins björt að mati Ragnars Guðmundssonar forstjóra, sem er í viðtali í Viðskiptablaðinu. Skammtímasveiflur í álverði hafa lítið að segja um rekstur fyrirtækisins þar sem hugsað er áratugi fram í tímann.

Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ er yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík, sem fram fer 3. september kl. 14:00 í stofu V102.

Norðurál undirbýr frekari stækkun með straumhækkun

„Við erum að reyna að auka hag­kvæmni rekst­urs­ins á Grund­ar­tanga og auka sam­keppn­is­hæfni hans til lengri tíma,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, í Morg­un­blaðinu í dag um ástæður þess að sótt var um leyfi til stækk­un­ar.

Mikill áhugi á áframvinnslu áls á Austurlandi

Austurbrú stóð fyrir málstofunni „Áframvinnsla á áli, möguleikar og tækifæri“ í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði fimmtudaginn 20. ágúst. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi var stefnt saman við frumkvöðla til að ræða um hráefnið ál og mögulega áframvinnslu þess. Á fundinum var styrkur veittur frá Alcoa Foundation til Austurbrúar.

90% starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktu kjarasamning

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum.

Málstofa um áframvinnslu á áli

Fimmtudaginn 20. ágúst verður málstofa um áframvinnslu á áli í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi verður stefnt saman við frumkvöðla þar sem rætt verður um hráefnið ál og möguleika þess.

Eftirspurn eftir áli að aukast

„Í áliðnaði er fjárfest til lengri tíma. Það er auðvitað ljóst að á áratugum verða miklar sveiflur í verði á áli og í augnablikinu er álverð lágt,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í viðtali í Fréttablaðinu.

Margt smátt...

Hvað geta einstaklingar gert til að bæta umhverfið og stuðla að því að afkomendurnir taki við góðu búi? Um þessa spurningu snýst umhverfispistill Stefáns Gíslasonar á RÚV.

Um 600 verktakar hjá álverunum

Verktaka er með mismunandi hætti í álverunum þremur hér á landi, mest hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði en minnst hjá Norðuráli á Grundartanga. Fréttaskýring Guðmundar Magnússonar í Morgunblaðinu.

Fjárfestingaráform

Álfyrirtækin þrjú sem hér starfa hafa sýnt það í verki að vilji er til að fjárfesta hér á landi. Rio Tinto Alcan lauk við fjárfestingarverkefni upp á 60 milljarða árið 2014, Norðurál vinnur nú að fimm ára fjárfestingarverkefni upp á á annan tug milljarða og Alcoa Fjarðaál hefur frá því það hóf starfsemi árið 2007 varið um 14 milljörðum til fjárfestinga.

Afleidd starfsemi

Árið 2014 áttu íslensk álver viðskipti við um 700 innlend fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum fyrir samtals um 24 milljarða króna. Þar eru orkukaup álveranna ekki innifalin.

Vinnumarkaður

Í gegnum tíðina hafa álver á Íslandi almennt greitt hærri laun en almennir kjara-samningar kveða á um og álver hafa verið eftirsóttir vinnustaðir.

Þjóðarhagur

Ljóst er að uppbygging stóriðju á Íslandi hefur umbreytt hagkerfinu hér á landi. Með auknum álútflutningi hefur tekist að draga úr hlutfallslegu vægi annarra útflutningsgreina og skjóta fleiri stoðum undir rekstur þjóðarbúsins.

Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegs íþróttafólks á Austurlandi.

Flytja inn stærstu hafnarkrana landsins

Eim­skipa­fé­lagið hef­ur flutti inn tvo nýja hafn­ar­krana til lands­ins, en þeir eru þeir stærstu á Íslandi og geta lyft tveim­ur 20 feta gám­um sam­tím­is. Þeir munu meðal annars þjónusta álver Norðuráls á Grundartanga og Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Tesla kynnir vélhjól með álstelli

Tesla hefur kynnt til sögunnar vélhjólið Model M. Það er rafknúið eins og bifreiðin og stellið úr áli. Jón Agnar Ólason fjallar um það í Bílablaði Morgunblaðsins.

Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli

Föstudaginn 17. júlí var nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli. Samningurinn sem gildir til fimm ára frá 1. mars 2015 er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambandsins og Alcoa Fjarðaáls.

Prins hannar úr áli

Carl Phil­ip Berna­dotte, son­ur Karls Gúst­avs Sví­a­kon­ungs og Silvíu drottn­ing­ar, hef­ur hannað nýja línu úr áli fyr­ir hið fræga fyr­ir­tæki Stelt­on. Prins­inn er menntaður graf­ísk­ur hönnuður og rek­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Berna­dotte & Kyl­berg ásamt fé­laga sín­um, Oscar Kyl­berg. Lesa má nánar um hina konunglegu hönnun í Smartlandi Mörtu Maríu.

Spá spreng­ingu í ál­notk­un í bíl­smíði

Niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar sem fram­kvæmd var af Ducker Worldwi­de benda til þess að á næstu tíu árum verði al­ger spreng­ing í auk­inni notk­un áls við smíði nýrra bíla fram­leidd­um í Norður-Am­er­íku. Greint frá rannsókninni á Mbl.is.

Þvílík gargandi snilld!

Njáll Gunnlaugsson blaðamaður Morgunblaðsins getur ekki orða bundist er hann fjallar um sportbílinn Porsche Boxster Spyder. Hann segir allt gert til að létta bifreiðina, eins og að hafa sem flesta hluti úr áli og magnesíum. Stór vélarhlífin sé öll úr áli.

Auk­inn hagnaður þrátt fyr­ir ál­verðslækk­un

Hagnaður Alcoa var und­ir vænt­ing­um markaðar­ins á öðrum árs­fjórðungi en þrátt fyr­ir það var hagnaður­inn meiri en á sama tíma í fyrra. Auk­in eft­ir­spurn frá flug­véla- og bíla­fram­leiðend­um vann á móti áhrif­um af ál­verðslækk­un. Greint er frá afkomu Alcoa á Mbl.is.

Heimsókn frá álsamtökum í Evrópu

Samtök álframleiðenda í Evrópu hittast tvisvar á ári og bera saman bækur sínar. Vorfundur samtakanna fór að þessu sinni fram á Íslandi þann 30. júní. Daginn eftir flaug hluti fundarmanna austur á land og heimsótti Alcoa Fjarðaál, auk þess að skoða Kárahnjúkavirkjun og Skriðuklaustur. Punturinn yfir i-ið var að rekast á stóran hreindýrahóp á heimleiðinni.

Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

Styrkar stoðir í áliðnaði

Styrkar stoðir er yfirskrift aðsendrar greinar Ragnars Guðmundssonar forstjóra Norðuráls í Fréttablaðinu.

Raforkuverð innan og utan landsteina

„Á fyrsta ársfjórðungi 2015, var vegið meðtaltal raforkuverðs sem íslensk álver greiða, samkvæmt helstu sérfræðingum CRU International, nánast það sama og meðalverð til frumframleiðslu á áli í heiminum, fyrir utan Kína.“ Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svarpistli Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls við opnu bréfi frá Katli Sigurjónssyni á Mbl.is.

Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli

Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar. Þar sem nú eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarrétt var kvennaboðið í ár sérstaklega veglegt, og í tengslum við það var bæði kynning á átaki UN-Women og opnun ljósmyndasýningar sem nefnist Konur í álveri.

Hvað er vinna í verksmiðju?

„Hvað er vinna í verksmiðju?“ Það er spurningin sem Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls veltir fyrir sér í endahnútspistli á baksíðu Viðskiptablaðsins.

Líf og fjör í tjaldi atvinnulífsins

Hús atvinnulífsins flutti í Tjald atvinnulífsins í Vatnsmýrinni á fundi fólksins frá 11. til 13. júní og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

VHE orðið þekkt um allan heim

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn. Ítarlega umfjöllun um fyrirtækið má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Ótvíræð arðsemi í orkuframleiðslu

Ótvíræð arðsemi orkuframleiðslu er yfirskriftin í Staksteinum Morgunblaðsins. En þar er vitnað í pistil Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á Mbl.is.

Álver og raforkuverð á Íslandi

Þegar orkumarkaður á Íslandi er borinn saman við önnur lönd verður að líta á heildarmyndina. Á síðustu misserum hafa orðið miklar sviptingar á orkumörkuðum nærri okkur. Hið háa orkuverð sem sást gjarnan á árunum 2007 til 2012 hefur hopað á stórum svæðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á Mbl.is.

Nýr rennilegri Samsung snjallsími verður sterkari vegna hágæða áls frá Alcoa

Í dag tilkynnti Alcoa að fyrirtækið muni sjá Samsung fyrir þolsterku hágæða áli sem er sérframleitt fyrir flugiðnaðinn, til þess að nota í nýjustu snjallsímana, Galaxy S6 og S6 edge.

Ný kynslóð Chevrolet Camaro

Meira ál er notað en áður í nýrri kynslóð Chevrolet Camaro. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Bein losun Alcoa minnkaði um 3 milljónir tonna 2014

Sjálfbærniskýrsla Alcoa 2015 er komin út í rafrænu formi og hefur hún að geyma upplýsingar varðandi efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál fyrirtækisins á sl. ári.

Þjóðhagsleg staða og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012.

Þjóðhagsleg staða og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012.

Mikil gróska í kringum álverin

„Öfugt við það sem sumir halda eru íslensk álfyrirtæki ekki þrjú, heldur skipta þau hundruðum,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda í viðtali sem Sigmundur Ó. Steinarsson tók fyrir tímaritið Frjálsa verslun.

Heimsmarkaðurinn

Framleiðsla áls hefur aukist jafnt og þétt á síðastliðnum 120 árum. Árið 1900 voru framleidd 8 þúsund tonn af áli í heiminum en árið 2010 hafði frumframleiðsla áls í heiminum fimmfaldast og nam um 40 milljón tonnum. Hún rauf 50 milljóna tonna múrinn árið 2013.

Afurðirnar

Ál kemur víða við sögu í okkar daglegu tilveru. Um fjórðungur álnotkunar í heiminum fer til framleiðslu á ýmsum farartækjum. Svipað magn er notað til framleiðslu á neytendavörum og um fimmtungur áls fer til umbúðaiðnaðar.

Græni málmurinn

Ál er einstaklega vel fallið til endurvinnslu. Endurvinna má málminn aftur og aftur án þess að hann tapi eiginleikum sínum og gæði hans haldast óbreytt. Um það bil 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið síðan 1888 er enn í virkri notkun. Ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn.

Framleiðsluferlið

Til að framleiða 1 kg af áli þarf 2 kg af súráli sem fengið er úr 4 kg af báxíti. Síðan þarf um 0,5 kg af kolefni og um 15,0 kW stundir af raforku.

Saga málmsins

Ál er léttmálmur og annar mest notaði málmurinn í heimi á eftir stáli. Ál er mjög létt og sterkt miðað við þyngd, það er fremur auðvelt í mótun og vinnslu, það leiðir vel rafstraum og varma og er mjög tæringarþolið. Ál er hægt að endurvinna aftur og aftur. Endurvinnanleiki málmsins hefur leitt til þess að um 75% alls áls sem framleitt hefur verið í heiminum enn í notkun í dag.

Kaflaskil hjá Landsvirkjun

Ljóst má vera að komið er að kaflaskilum í sögu Landsvirkjunar eftir farsæla uppbyggingu í 50 ár. Hörður Arnarson tók af öll tvímæli um það í gær að ef Landsvirkjun hefði verið stofnuð í dag, en ekki árið 1964, þá myndi Landsvirkjun leita aftur til áliðnaðarins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli Péturs Blöndals, framkvæmdastjóra Samáls, á Mbl.is.