Fréttir

Erindi um loftslagsvænt sérmerkt ál á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins er á morgun en þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Á meðal þeirra sem taka þátt er Guðrún Þóra Magnúsdóttir, leiðtogi umhverfismála, hjá Rio Tinto í Straumsvík. Hún flytur erindi um loftslagsvænt sérmerkt ál í málstofu um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál.

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður að morgni miðvikudagsins 17. október í Hörpu

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður 17. október í Hörpu Norðurljósum frá 8.30-12. Veitt verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Guðrún Þóra Magnúsdóttir forstöðumaður hjá Rio Tinto á Íslandi ræðir um Loftslagsvænt sérmerkt ál í málstofu um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál.

Becromal og PCC heimsótt í haustferð Álklasans

Fullbókað var í árlega ferð Álklasans sem að þessu sinni var farin til Húsavíkur og Akureyrar. Yfir 50 þátttakendur nutu gestrisni fyrirtækjanna PCC og Becromal, hlýddu á fróðleik um fyrirtækin og skoðuðu verksmiðjurnar.

Bendir til styrkleika álversins

„Ef eitthvað er bendir þetta kannski til þess að fyrirtækið sé sterkara en menn áttuðu sig á,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra í viðtali í Morgunblaðinu eftir að ljóst var að álverið í Straumsvík yrði ekki selt til Norsk Hydro.

Álpappír og drykkjardósir úr áli flokkaðar á Fiskideginum mikla

Mikið er lagt upp úr flokkun og endurvinnslu á Fiskideginum mikla. Í ár verður flokkun á drykkjardósum úr áli og álpappír. Rætt var við Pétur Blöndal er framkvæmdastjóri Samáls, sem er einn af bakhjörlum endurvinnsluátaksins, í blaði Fiskidagsins mikla í Morgunblaðinu.

Stytt­ist í greiðslu tekju­skatts hjá Alcoa Fjarðaáli

Starfsemi Alcoa á Reyðarfirði hefur reynst mikil innspýting fyrir atvinnulíf og menningu í Fjarðabyggð síðustu 11 ár. Um 900 manns hafa atvinnu af starfsemi álversins og skapar það mikil verðmæti, en innlendur kostnaður nam tæpum 30 milljörðum. Þá styttist í greiðslu tekjuskatts.

Bandaríkin setja verndartolla á vörur úr áli og stáli

Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að setja verndartolla á vörur úr áli og stáli frá Evrópusambandinu, Kanada og Mexíkó. Rætt var við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls.

Hlutur íslensks áls í rafbílaflotanum að aukast

Álfyrirtækið Rio Tinto í Straumsvík í Hafnarfirði, hóf í byrjun þessa árs framleiðslu á stuttum álstöngum – meira unnum afurðum en þær lengri, sem nýtast í fleiri þætti við framleiðslu bíla í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjallað er um framþróunina í Morgunblaðinu.

Mikil eftirspurn í kortunum eftir áli

Verð á áli mun hækka nær stöðugt á næstu fimm árum með vaxandi eftirspurn á heimsvísu. Justin Hughes hjá greiningarfyrirtækinu CRU segir í viðtali í Viðskiptablaðinu íslenskan áliðnað vera í sterkri stöðu vegna eftirspurnar í Evrópu og lítillar kolefnisframleiðslu.

Hundruðum þúsunda sprittkerta safnað

Endurvinnsla áls verður í brennidepli á ársfundi Samáls, samtaka álfyrirtækja Íslandi, þann 16. maí. Þar verður m.a. sagt frá niðurstöðu átaksverkefnis um söfnun og endurvinnslu sprittkerta. Þóroddur Bjarnason tók Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls tali í Morgunblaðinu.

Alcoa og Rio Tinto þróa um­hverf­i­s­vænna ál með Apple

„Þetta er nokkuð sem menn hafa látið sig dreyma um að verði að veru­leika einn dag­inn,“ seg­ir Bjarni Már Gylfa­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rio Tinto á Íslandi, í Morg­un­blaðinu, en Alcoa, rík­is­stjórn Kan­ada, Rio Tinto og Apple standa að verkefni um þróun á kolefnislausum skautum.

Endurheimta 60 hektara votlendi í Reyðarfirði

Landgræðslan, Fjarðabyggð og Alcoa láta í sameiningu moka ofan í skurði á Hólmum, utan við álverið í Reyðarfirði. Tilgangurinn er að endurheimta 60 hektara votlendi með plöntu- og fuglalífi og stöðva útstreymi gróðurhúsalofttegunda úr þornuðum mýrum. RÚV fjallar um málið.

Iðnaðarmaðurinn gegnir lykilhlutverki

Svo virðist sem tæknimenntun og jafnvel enn frekar iðnmenntun hafi setið eftir gagnvart háskólanámi á síðustu 3-4 áratugum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið hefðina ekki mjög sterka og að ungt fólk skorti fyrirmyndir á þessu sviði.

Álklasar Íslands og Kanada taka upp formlegt samstarf

Álklasar Íslands og Kanada hafa gert með sér samning um aukið samstarf milli klasanna. Lögð er áhersla á að efla samstarf á sviði viðskiptatengsla, rannsókna og fræðslu.

Húsfyllir á #Endurvinnumálið á afmælisopnun Hönnunarmars

Fullt var út úr dyrum í Hafnarhúsinu á sýningunni #ENDURVINNUMÁLIÐ á opnun afmælishátíðar Hönnunarmars í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjögur hönnunarteymi skapa nytjahluti úr álinu sem safnaðist í endurvinnsluátaki sprittkerta. Sýningin stendur yfir til 25. mars.

Sýningin #Endurvinnumálið á afmælisopnun Hönnunarmars

Eftir vel heppnað söfnunarátak áls í sprittkertum opnar sýning í Listasafni Reykjavíkur undir yfirskriftinni #Endurvinnumálið. Fjögur hönnunarteymi sýna nytjahluti úr endurunnu áli sem framleiddir eru af Málmsteypunni Hellu. Einnig er varpað ljósi á flokkun og endurvinnslu áls á Íslandi.

Ný tækni, orkunýting og rekstrarumbætur á Nýsköpunarmóti Álklasans

Fjölbreytt verkefni voru kynnt á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans og fengu fjórir nemendur hvatningarviðurkenningu. „Rannsóknar- og þróunarstarfsemi leggur grunn að nýrri tækni, orkunýtingu og rekstrarumbótum,“ sagði Guðrún Sævarsdóttir forseti tækni- og verkfræðideildar HR.

Norðmenn vilja kaupa álverið í Straumsvík

„Ál er málmur framtíðarinnar. Eftirspurn eftir honum mun vaxa mest af öllum málmum,“ segir Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Norsk Hydro, sem lagt hefur fram skuldbindandi tilboð í Rio Tinto á Íslandi. Stefnt að áframhaldandi tækniþróun í Straumsvík.

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið 22. febrúar í Háskólanum í Reykjavík

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14-16 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M105, og er það öllum opið. Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn.

Rannveig Rist vélvirki heiðursiðnaðarmaður IMFR 2018

Rannveig Rist, vélvirki og forstjóri ISAL, var útnefnd heiðursiðnaðarmaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík við hátíðlega athöfn um helgina. IMFR var stofnað árið 1867 og hefur það einkum að markmiði að efla kynningu og menntun í iðngreinum.

Söfnun áls í sprittkertum heldur áfram

Góðar undirtektir voru við tilraunaátaki um söfnun áls í sprittkertum yfir hátíðarnar. Yfirskrift átaksins var „Gefum jólaljósum lengra líf“. Tilgangurinn með átakinu var að efla vitund þjóðarinnar um mikilvægi þess að flokka og endurvinna það ál sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum.

Mat á samfélagsvísum og verklagi Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar

Í október 2017 voru liðin tíu ár frá því að vöktun Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar hófst. Í tilefni þess ákváðu eigendur verkefnisins að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um framkvæmd úttektar á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins.

Margrét Örnólfsdóttir hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017

Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2017 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli frá ISAL í Straumsvík og milljón króna í verðlaunafé.

Eitt það mikilvægasta var #metoo byltingin

Í áramótablaði Viðskiptablaðsins er viðtal við Rannveigu Rist forstjóra álversins í Straumsvík, þar sem litið er til ársins sem er að líða og eins rýnt í framtíðina.

Bylgjuhreyfing í samfélaginu um að draga úr sóun og auka endurvinnslu

Í áramótablaði Viðskiptablaðsins var viðtal við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls, þar sem litið var til ársins sem er að líða og eins rýnt í framtíðina.

Ingi­leif Jóns­dótt­ir sæmd heiður­s verðlaun­um

Ingi­leif Jóns­dótt­ir, pró­fess­or í ónæm­is­fræði við Lækna­deild Há­skól­ans og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, hlaut í gær­ heiður­sverðlaun úr Verðlauna­sjóði Ásu Wright. Hún fékk 3 milljóna verðlaunafé frá Alcoa Fjarðaráli og HB Granda, bakhjörlum sjóðsins.

Grunnstefið að hlúa að samkeppnishæfni atvinnulífsins

Í áramótablaði Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er talað við Pétur Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls, um þær áskoranir sem framundan eru árið 2018.

26 sprittkerti duga í álið í iPhone

Með endurvinnsluátaki áls í sprittkertum er verið að vekja athygli á þeim straumi áls í smærri hlutum sem liggur um heimilin og raunar fyrirtækin líka, að sögn Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls, sem er í viðtali í Morgunblaðinu um endurvinnslu um jól og áramót.

Starfsfólki á grænum bílum fjölgar

Norðurál hefur á þriðja tug rafknúinna farartækja í sinni þjónustu sem flytja starfsfólk og vörur á athafnasvæði álversins og nú hafa verið sett upp sérstök græn bílastæði með raftenglum á álverslóðinni þar sem starfsfólki gefst kostur á að hlaða rafbíla sína.

Álver Alcoa vill breyta menningunni og reyna að ná jöfnu kynjahlutfalli starfsmanna

Álver Alcoa fjarðaráls á Reyðarfirði vill breyta menningunni á vinnustaðnum þannig að hann verði ekki karllægur og fleiri konur sækist eftir störfum þar. Fjórðungur af tæplega 500 starfsmönnum eru konur, markmiðið er að kynjahlutfallið verði jafnt. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Spurt & svarað um endurvinnsluátak sprittkerta

Hér er ýmsum spurningum svarað um endurvinnsluátak sprittkerta, en almenningi gefst kostur á að skila sprittkertum inn til hátt í 90 endurvinnslu- og móttökustöðva um allt land og einnig í endurvinnslutunnuna frá Gámaþjónustunni og grænu tunnuna frá Íslenska gámafélaginu.

Fleiri stoðir atvinnulífs

Uppbygging raforkukerfis leiddi til þróttmeira og fjölbreyttara atvinnulífs sem er forsenda aukinnar samkeppnishæfni. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls skrifar í Viðskiptablaðið.

Gefum jólaljósum lengra líf

Endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ hefur verið ýtt úr vör.

Mikill ávinningur í endurvinnslu áls

Notagildi áls í okkar daglegu tilveru og mikilvægi endurvinnslu áls. Það er á meðal þess sem ber á góma í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Sámi frænda, fréttablaði um málefni landsbyggðarinnar, sem dreift er um land allt.

Mikill ávinningur í endurvinnslu áls

Notagildi áls í okkar daglegu tilveru og mikilvægi endurvinnslu áls. Það er á meðal þess sem ber á góma í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Sámi frænda, fréttablaði um málefni landsbyggðarinnar, sem dreift er um land allt.

Eftirspurn áls eykst og verð hækkar samkvæmt þjóðhagsspá

Í nýrri þjóðhagsspá segir að ástæða umframeftirspurnar áls utan Kína sé að ál sé í auknum mæli notað í framleiðslu bifreiða. Með því er komið til móts við kröfur stjórnvalda og almennings víða um heim um léttingu bílaflotans og minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Menntun og þjálfun starfsmanna í menntafyrirtæki ársins 2017

Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri, ræða menntun og þjálfun starfsmanna og hverju það skilar á morgunfundi í Húsi atvinnulífsins 7. nóvember.

Alcoa í fararbroddi sjálfbærnivísitölu Dow Jones

Alcoa tilkynnti í lok september að fyrirtækið hefði verið valið á sjálfbærnilista Dow Jones. Þar er m.a. litið til frammistöðu í umhverfismálum, stjórnarhátta, áhættu- og áfallastjórnunar, stefnumörkunar í loftslagsmálum, mannauðsmála og þjóðfélagslegra áhrifa.

Fullt hús á „heilavænlegri“ mannauðsráðstefnu Fjarðaáls

Fullt hús er á ráðstefnu Fjarðaáls í Valaskjálfi sem ber yfirskriftina Mannauðsstjórnun Okkar á milli og þakkar Fjarðaál almenningi þann mikla áhuga sem ráðstefnunni hefur verið sýndur. Hér má fræðast um metnaðarfulla dagskrá ráðstefnunnar sem haldin er í tilefni 10 ára afmælis Fjarðaáls.

Fjárfest í nýjum súrálskrana í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík hefur fest kaup á súrálskrana sem kominn verður í gagnið í lok árs 2018. Nýi súrálskraninn hefur meiri afkastagetu, eru hljóðlátari og mengar minna. Verðmætið er ríflega milljarður króna. Fjallað er um málið á Vb.is.

Unnu 70 þúsund stundir við tilraunaálver Norsk Hydro

Verk­fræðistof­an HRV, sem sér­hæf­ir sig í verk­efn­um í áliðnaði, er um þess­ar mund­ir að ljúka þriggja ára EPCM-verk­efni sem felst í þróun lausna vegna hönn­un­ar skautsmiðju og baðefna­vinnslu nýrr­ar til­rauna­verk­smiðju Norsk Hydro í Karmøy í Nor­egi. Morgunblaðið fjallar um málið.

Yfir 30% hækkun álverðs innspýting í efnahagslífið

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Framkvæmdastjóri Samáls segir þetta mikla innspýtingu fyrir efnahagslífið og afar góð tíðindi fyrir áliðnaðinn hérlendis og íslensku orkufyrirtækin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.

Hamskipti Odee sem fagnar nýrri seríu állistaverka

Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig, er löngu orðinn þekktur fyrir állistaverk sín. Í DV er fjallað um hamskipti í lífi hans á tæpu ári, en hann hefur náð af sér 50 kílóum, er sestur á skólabekk aftur og fagnar nýrri seríu af listaverkum.

HRV vinnur að nýju álveri Hydro í Noregi

Hydro hefur hleypt af stokkunum nýju álveri í Karmøy í Noregi. Minni orku þarf við framleiðsluna en í öðrum álverum. Víðast hvar í heiminum losar orkuvinnslan mest við álframleiðslu og er þetta því byltingarkennd tækni. HRV, sem er í eigu Verkís og Mannvits, var með í verkefninu frá upphafi.

Álframleiðsla fyrir austan frá 2007

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði fagnar tíu ára afmæli sínu í dag en álverið hóf rekstur árið 2007. Í tilefni dagsins verður vegleg hátíðardagskrá, meðal annars með tónleikum, skoðunarferð um álverið og sýningaropnunum. Í Morgunblaðinu er fjallað um afmælið.

Alcoa Fjarðaál vottað samkvæmt jafnlaunastaðli

Fjarðaál er fyrsta stórfyrirtækið sem hlýtur vottun á jafnlaunastaðli velferðarráðuneytisins. Í lögunum er skýrt kveðið á um að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Málmurinn sem á ótal líf Ársfundur Samáls 2017

„Málmurinn sem á ótal líf“ var yfirskrift ársfundar Samáls 2017 sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 11. maí. Hér má lesa umfjöllun um fundinn og horfa á samantekt og einstakar ræður sem haldnar voru á ársfundinum.

Horfur betri fyrir þetta ár

„Í raun er ótrúlegt hugsa til þess hversu stórt efnahagslegt spor álfyrirtækjana er,“ sagði Rannveig Rist stjórnarformaður Samáls í ræðu á vel sóttum ársfundi Samáls í morgun.

Sýningin Element á Hönnunarmars í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík heldur Hönnunarmars hátíðlegan og býður til sýningar í höfuðstöðvum sínum í samstarfi við Samál, málmsteypuna Hellu og fleiri aðila. Sýningarstjórn er í höndum Eyjolfsson.