Alcan á Íslandi í hópi framúrskarandi fyrirtækja

Alcan á Íslandi er í öðru sæti á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2011, samkvæmt greiningu CreditInfo.

CreditInfo styðst við hlutlæga mælikvarða á borð við rekstrarafkomu, lánshæfismat, eiginfjárhlutfall, eignastöðu, skilvís skil á ársreikningum og fleira, og er litið til frammistöðu fyrirtækjanna yfir þriggja ára tímabil.

Listinn endurspeglar því ekki aðeins tímabundinn árangur heldur einnig stöðugleika í rekstri.

Innan við 1% íslenskra fyrirtækja uppfylla skilyrði CreditInfo til að flokkast sem "framúrskarandi fyrirtæki".

Alcan á Íslandi er sem fyrr segir í 2. sæti af þeim 245 fyrirtækjum sem uppfylla skilyrðin.

Í fjarveru Rannveigar Rist forstjóra tók Sigurður Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra, við viðurkenningunni frá CreditInfo í dag.


Sjá einnig