Álklasinn mótaður í haust

Stefnumót í samstarfi Álklasans, Samtaka iðnaðarins og Samáls verður haldið í nóvember til að greina þarfir og lausnir í áliðnaði. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir ennfremur:

Á stefnumótunarfundi álklasans sem haldinn var í vor var ákveðið að stefna að stefnumóti í lok nóvember í samstarfi Samtaka iðnaðarins, Álklasans og Samáls, Ásamt mennta- og rannsóknarstofnunum, og verða þar leiddar saman þarfir og lausnir í áliðnaði. Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir komu saman í Borgarnesi á vordögum og unnu að stefnumótun fyrir álklasann til ársins 2020. 

Á meðal þess sem bar hæst var að koma á fót rannsóknarsetri í áliðnaði, meistaranámi í samstarfi við háskólasamfélagið og að skapa grundvöll undir formlegra samstarf álklasans. Að sögn Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls, starfa hundruð fyrirtæki á vettvangi áliðnaðarins, en þar munar mestu um orkuna þar sem álverin eru stærstu viðskiptavinir orkufyrirtækjanna og kaupa yfir 70% af allri orku í landinu. Árið 2012 greiddu álverin 40 milljarða fyrir vörur og þjónustu 700 fyrirtækja og er þá raforkan undanskilin.


Sjá einnig