Allt um ál og endurvinnslu

Fróðlegt er að horfa á myndband Evrópsku álsamtakanna um áldósir og endurvinnslu þeirra. Þar kemur m.a. fram að 70 dósir þarf til framleiðslu á pönnu, 37 til framleiðslu á dæmigerðri ítalskri espressokönnu og 700 til framleiðslu á reiðhjóli. Fyrsta áldósin var framleidd 1937 og fjölbreytnin sést m.a. hjá sænskum safnara sem á yfir 18 þúsund ólíkar dósir. Endurunnið ál er jafngott nýframleiddu, en kallar á minni orku og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Sjá einnig