Um 93-94% af öllum drykkjardósum úr áli á Íslandi eru endurunnar.
Um 93-94% af öllum drykkjardósum úr áli á Íslandi eru endurunnar.

Álumbúðir minnka kolefnisfótspor

„Við erum búin að taka ákvörðun um það sem samfélag að búa til ál,“ segir Garðar Eyjólfsson dósent í vöruhönnun við LHÍ í viðtali í Samfélaginu í nærmynd, sem tekið var í tilefni af nýtniviku og málþingi um umbúðir, hvenær þær eru nauðsyn og hvenær sóun, en það var haldið af Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun í lok síðustu viku. 
„Ókei, gott og vel,“ heldur Garðar áfram. „Væri þá ekki kjörið að reyna að fara á dýpri veg inn í rannsóknir þar og reyna að tengja það efni inn í allar þessar pælingar sem umbúðir – inn í kerfin okkar, inn í stóran iðnað. Hvar þurfum við að skipta út efnum fyrir annað efni og finna aðrar birtingarmyndir og form.“
– Álplastpokar, álkaffimál, fjölnota... skýtur Þórhildur Ólafsdóttir þáttastjórnandi RÚV inn í. 
„Ál hefur líka þennan kost að það er mjög létt og sterkt og það er líka hægt að endurvinna það endalaust,“ segir Bryndís Skúladóttir sérfræðingur Samtaka iðnaðarins í umhverfismálum. „Enda er það að aukast mikið í bílaiðnaði og flugvélaiðnaði...“ 
– Og við erum sjálfbær um ál – mikil ósköp, segir Þórhildur. 
„Þar sem verið er að létta vörur til að minnka kolefnisfótspor, þá er ál að koma sterkt inn,“ heldur Bryndís áfram. „Þannig að þarna eru vissulega tækifæri.“ 
„Án þess ég taki það eitthvað sérstaklega út,“ klykkir Garðar út með. „Ég bara tek það sem sterkt dæmi sem kontrast skulum við segja. En svo er bara augljóst,l að þeim mun fjölbreyttari leiðir sem við finnum staðbundið til þess að takast á við þessi vandamál, þeim mun betra. Álið er einn möguleiki, tómatplantan er önnur. En ef við förum sem samfélag að leggja meira fjármagn í rannsóknir, þróun og miðlun, þá finnum við miklu miklu fleiri lausnir á svona hlutum.“ 
Hér má heyra viðtalið í heild sinni í Samfélaginu í nærmynd, en ofangreind tilvitnun hefst á 46. mínútu.

Sjá einnig