Átta tímar laði konur að

Alcoa Fjarðaál mun á næstunni ráða tugi starfsmanna, flesta í framleiðslu, en einnig til þess að sinna iðnaðarstörfum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir ráðningunum sé vaktabreytingar í takt við nýja kjarasamninga.

Verður nú unnið á átta klukkustunda vöktum í stað tólf áður. „Við erum að fjölga vaktahópunum. Í stað þess að keyra á fjórum vöktum munum við keyra á fimm,“ segir Dagmar.

Á álverssvæðinu starfa um 900 starfsmenn þegar verktakar eru taldir með. Hjá Alcoa starfa hins vegar um 470 manns. Að sögn hennar er ekki gert ráð fyrir aukalegum kostnaði vegna ráðninganna þegar til lengri tíma er litið.

„Við vonumst eftir því að með þessari breytingu geti starfsfólk annars vegar orðið meiri þátttakendur í samfélaginu þar sem það er ekki að vinna eins langa vinnudaga. Eins vonumst við eftir því að kynjahlutföllin jafnist hjá okkur. Stefna fyrirtækisins er að vera með jöfn kynjahlutföll, en það er svolítið á brattann að sækja þar sem konur sækja síður í þessi störf. Við höfum greint það þannig að ein ástæða þess sé sú hve langar vaktirnar voru,“ segir Dagmar.

Hún segir að átta tíma fyrirkomulagið hafi verið tekið upp í skautsmiðju fyrirtækisins. Reynslansýni að kynjahlutföll séu jafnari þar en í öðrum þáttum í starfsemi

Nánar er fjallað um málið á heimasíðu Alcoa undir yfirskriftinni: Erum við að leita að þér?


Sjá einnig