Auk­inn hagnaður þrátt fyr­ir ál­verðslækk­un

Hagnaður Alcoa var und­ir vænt­ing­um markaðar­ins á öðrum árs­fjórðungi en þrátt fyr­ir það var hagnaður­inn meiri en á sama tíma í fyrra. Auk­in eft­ir­spurn frá flug­véla- og bíla­fram­leiðend­um vann á móti áhrif­um af ál­verðslækk­un.

Kostnaður vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar rekstr­ar nam 143 millj­ón­um dala en inni í þeim kostnaði er kostnaður við að loka göml­um ál­ver­um. Heims­markaðsverð á áli hef­ur lækkað um 4,8% frá síðasta ári.

Alcoa hef­ur ekki breytt spá sinni um áleft­ir­spurn fyr­ir árið en sam­kvæmt henni er gert ráð fyr­ir 6,5% vexti í ár. 

Lesa má um afkomu Alcoa á Mbl.is.

Sjá einnig