Ford F-150 er mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum. Það olli straumhvörfum þegar Ford ákvað að nýta ál…
Ford F-150 er mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum. Það olli straumhvörfum þegar Ford ákvað að nýta ál í meira mæli við framleiðslu hans.

Eftirspurn þrefaldast til ársins 2020

Eftirspurn eftir áli í bílaframleiðslu í Norður-Ameríku þrefaldast samkvæmt spám CRU og fer úr 330 þúsund tonnum árið 2015 í ríflega milljón tonn árið 2020.

Í Aluminium Insider kemur fram að hvatinn felist í léttingu bílaflotans, sem dregur úr eldsneytisbrennslu og losun gróðurhúsalofttegunda. Meiri álnotkun í bílaframleiðslu gerir bílaframleiðendum vestra kleift að framleiða áfram stóra bíla, sem er það sem neytendur þar í landi sækjast eftir, en standa engu að síður undir væntingum sem til þeirra eru gerðar um minni losun.

Í fréttaskýringunni segir: „Í stöðugri samkeppni áls og stáls, er undirstrikað af [greiningarfyrirtækinu] CRU að forskot áls felist í: minni þyngd, meiri styrk – út af metalúrgíu og málmblöndum, sem bæta aksturs og notkunareiginleika, öryggi – ál drekkur í sig meiri kraft í árekstri; betri ryðvörn; einstakri áferð og lægri heildarlosun CO2.

Sjá einnig