Skilvirkni næst fram með þekkingu á nýsköpun

 

„Iðnaður á Íslandi er þekkingariðnaður,“ segir Hjörtur Cýrusson, deildarstjóri hjá Ísfelli, í samtali við Sleggjuna sem dreift er með Morgunblaðinu. Hann segist keppa í umhverfi þar sem laun eru há í alþjóðlegum samanburði og því sé krafan um aukna skilvirkni mikil. Skilvirkni náist fram með þekkingu á nýsköpun.

„Við eigum ekkert erfitt með að sann færa fólkið sem verslar við okkur um að það starfi í nýsköpunar- og þekkingargeira. Nei, bara alls ekki, þess utan þá hafa alþjóðleg fyrirtæki - og kannski þá sérstaklega álverin - verið mjög mikið að ýta undir þetta, til að mynda þegar stækkunarverkefni álversins í Straumsvík voru á fullu þá var fullt af verkefnum sem þurfti að vinna inni á svæðinu hjá þeim. Álverin eru mjög ströng á að allar vottanir og staðlar séu í lagi. Það leiðir einfaldlega til þess að ef þú ert ekki með allt á hreinu þá færðu ekki þessi verkefn.“

Það er þar sem Ísfell kemur til sögunnar, þjálfar starfsfólk og vottar þann búnað sem þarf vottunar við. „Það skapar okkar viðskiptavinum verðmæti,“ segir Hjörtur. „Það voru, jú kannski, menn sem fussuðu og sveiuðu til að byrja með. Það sjá samt alÍir tilganginn með þessu þegar fram í sækir. Að lokum finnst öllum þetta bara sjálfsagt mál enda fijótt að borga sig."

Sjá einnig