Á aðalfundi Álklasans í morgun. Ljósmynd Haraldur Guðjónsson.
Á aðalfundi Álklasans í morgun. Ljósmynd Haraldur Guðjónsson.

Framtíðarverkefni Álklasans með litlum og meðalstórum fyrirtækjum

Aðalfundur Álklasans var haldinn í morgun en þar fór Guðbjörg H. Óskarsdóttir klasastjóri yfir þau verkefni sem klasinn hefur verið að vinna að síðustu 11 mánuði síðan hann var stofnaður í júní 2015.

Hér má skoða viðtalið á vefsíðu Viðskiptablaðsins, en þar segir ennfremur:

Samstarfsverkefni við klasa í Evrópu

Fór hún yfir þau samstarfsverkefni sem klasinn hefur tekið þátt í, annars vegar með Samál og Íslandsstofu við kortlagningu á álklasatengdri starfssemi, og hins vegar samstarfvefkefni með evrópskum klösum. Það síðarnefnda kemur í kjölfar styrks sem fékkst til uppbyggingar á klasasamstarfi við breskan og norskan klasa, en þar kviknaði sú hugmynd að sækja um styrk til Evrópusambandsins til þess að sinna sameiginlegu áhersluverkefni klasanna varðandi uppbyggingu smárra og meðalstórra fyrirtækja í framleiðsluiðnaði.

Innri uppbygging tengslanets hjá Álklasanum er þeim einnig mikilvæg og voru rifjuð upp á fundinum kaffispjall sem var vel sótt af meðlimum og heimssóknir í Íslandsstofu, Háskólann í Reykjavík og Rannís, en voru kynntir þeir styrkjamöguleikar sem gætu hentað rannsóknarverkefnum sem tengjast áliðnaði og í kjölfarið fór þónokkur fjöldi umsókna þessu tengt inn til Tækniþróunarsjóðs í febrúar. 

Sérstök áhersla á nýsköpun og þróun með álsprotum

„Síðan var gaman að því að geta greint frá þeim verkefnum sem þarna fóru inn á sviði efnistækni og ál- og kísiliðnaðar sem fá styrk frá tækniþróunarsjóði, en niðurstöður úthlutununnar voru kynntar í gærmorgun.“ sagði Guðbjörg, en jafnframt sagði hún Viðskiptablaðinu að á fundinum hefði verið samþykkt nýtt félagaform, svokallaðir álsprotar, en það er til að auðvelda sprotafyrirtækjum að fá aðgang að klasanum.

Er það gert til að undirstrika mikla áherslu klasans á nýsköpun og þróun enda mun þetta gera þeim kleyft að taka þátt í verkefnum innan klasans án mikils kostnaðar. Þau fyrirtæki sem falla undir þessa skilgreiningu munu ekki þurfa að greiða aðildargjöld en hafa jafnframt ekki rétt á aðalfundarsetu eða stjórnarsetu.

„Loks vorum við mjög lukkuleg að hafa hjá okkur gest frá Noregi, Gunnar Kulia sem er þróunarstjóri Eyde klasans í Noregi. Sá klasi hefur starfað síðustu 10 ár með framleiðslufyrirtækjum í suðurhluta landsins, og ræddi Kulia um verkefni klasans og það sem áorkast hefur. Mjög gott er fyrir nýstofnaðann klasa eins og okkar að geta sótt í reynslubankann eins og þann sem þar hefur myndast“ segir Guðbjörg að lokum í samtali við Viðskiptablaðið.


Sjá einnig