Gunnar Guðlaugsson verður forstjóri Century Aluminium í Evrópu og Norður-Ameríku.
Gunnar Guðlaugsson verður forstjóri Century Aluminium í Evrópu og Norður-Ameríku.

Gunnar Guðlaugsson stýrir öllum álverum Century á heimsvísu

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, hefur verið ráðinn til að stýra álverum Century Aluminum í Evrópu og Norður Ameríku. Nýr starfstitill Gunnars er „Executive Vice President, Global Operations “ og mun hann bera ábyrgð á rekstri álvera Century Aluminum um allan heim.

Century Aluminum á og rekur, auk Norðuráls á Grundartaka, þrjú álver í Norður Ameríku og rafskautaverksmiðju í Hollandi. Samanlögð ársframleiðsla er yfir milljón tonn af áli.

Gunnar hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 2008. Fyrst sem framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga og sem forstjóri frá árinu 2019. Því hlutverki mun hann sinna áfram.

Gauti Höskuldsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra skautsmiðju og kerskála Norðuráls, mun jafnframt taka við nýrri stöðu hjá Century Aluminum sem “Vice President, Global Operations” og starfa með Gunnari hér heima og ytra.  Gauti hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 1999 en hefur gegnt hlutverki  framkvæmdastjóri skautsmiðju- og kerskála frá 2009.

Sigrún Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga og mun hafa yfirumsjón með daglegum rekstri álversins. Sigrún hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 2012, síðustu ár sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og innkaupasviðs. Áður starfaði Sigrún m.a. hjá Kaupþingi, í Kauphöllinni í Osló og Verðbréfaþingi Íslands.

Birna Björnsdóttir tekur við stöðu framkvæmdastjóra skautsmiðju- og kerskála. Birna hóf störf hjá Norðuráli árið 2005 og hefur sinnt ýmsum störfum innan fyrirtækisins. Síðustu ár hefur hún starfað sem deildarstjóri framleiðslustýringar.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Kr. Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli, í síma 820 4004 eða í tölvupósti solveig@nordural.is

Sjá einnig