Frá ræs­ingu fyrsta kers­ins 1. júlí 1969.
Frá ræs­ingu fyrsta kers­ins 1. júlí 1969.

Hálf öld frá því álverið í Straumsvík hóf starfsemi

Fimm­tíu ár eru liðin frá því fram­leiðsla áls hófst á Íslandi, en það var klukk­an 9:42 hinn 1. júlí 1969 sem fyrsta kerið í ál­ver­inu ISAL í Straums­vík var ræst.

Frá þeim degi hef­ur ISAL fram­leitt um 6,2 millj­ón­ir tonna af áli og umbreytt end­ur­nýj­an­legri ís­lenskri raf­orku í verðmæt­an málm sem á sér enda­laust líf en ál er  hægt að end­ur­vinna aft­ur og aft­ur.

„Í dag höld­um við dag­inn hátíðleg­an með starfs­fólki okk­ar en und­ir lok sum­ars höld­um við fjöl­skyldu­hátíð hér í Straums­vík þar sem gest­um gefst tæki­færi til að kynn­ast starf­semi ISAL og gleðjast með okk­ur,“ seg­ir Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið

Um mik­il­væg tíma­mót sé að ræða, enda hafi ný at­vinnu­grein haf­ist með áliðnaði og rennt stoðum und­ir efna­hag þjóðar­inn­ar.

Sjá einnig