Höml­ur án hliðstæðu hér á landi

Kjara­deila starfs­manna ál­vers Rio Tinto í Straums­vík snýst um þá staðreynd að ISAL sit­ur ekki við sama borð og önn­ur fyr­ir­tæki hvað varðar mögu­leika á úti­vist­un verk­efna. Höml­urn­ar á fyr­ir­tækið eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og farið hef­ur verið fram á.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Rann­veig­ar Rist­ar, for­stjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, eins og lesa má um í frétt á Mbl.is. Um er að ræða viðbrögð við ákvörðun samn­inga­nefnd­ar starfs­manna að af­lýsa boðuðu verk­falli. Hér má lesa yfirlýsinguna í heild:

Það er ánægju­legt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á ker­um ál­vers­ins í Straums­vík í dag eins og stefndi í vegna yf­ir­vof­andi verk­falls sem nú hef­ur verið af­lýst.

Það verður áfram verk­efni okk­ar að fá niður­stöðu í kjaraviðræðurn­ar, sem er löngu orðið tíma­bært.

Full­trú­ar viðsemj­enda okk­ar hafa ít­rekað sagt að deil­an strandi ekki á ágrein­ingi um launa­kjör.

Deil­an snýst um þá staðreynd að ISAL sit­ur ekki við sama borð og önn­ur fyr­ir­tæki hvað varðar mögu­leika á út­vist­un verk­efna. Höml­urn­ar á fyr­ir­tækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höf­um farið fram á. Það fel­ur ekki í sér nein­ar heim­ild­ir eða svig­rúm sem önn­ur fyr­ir­tæki hafa ekki al­mennt á Íslandi.

Rann­veig Rist, for­stjóri

Sjá einnig