Álverð hækkar á nýjan leik

 

Álverð hefur farið hækkandi á nýjan leik að undaförnu eftir nær samfellda lækkun frá því í byrjun mars á þessu ári. Undanfarna viku hefur álverð hækkað um nærri 100 dali og stóð í réttum tæpum 2.000 dölum á tonn á LME markaðnum í dag. 

Þetta er svipað verð og var í árslok 2011 en er þó enn talsvert lægra en meðalverð síðasta árs, sem nam um 2.400 dölum á tonn. Hæst fór álverð á þessu ári í um 2.350 dali í mars.
 
Þrátt fyrir verðlækkanir hefur álframleiðsla haldið áfram að aukast á heimsvísu og nemur aukningin fyrstu 7 mánuði ársins um 3% samkvæmt samantekt International Aluminium Institute. Á sama tíma hafa álbirgðir staðið í stað og því virðist ágætt jafnvægi á milli framleiðslu og eftirspurnar.
 
Sjá einnig