Ingi­leif Jóns­dótt­ir sæmd heiður­s verðlaun­um

Ingi­leif Jóns­dótt­ir, pró­fess­or í ónæm­is­fræði við Lækna­deild Há­skól­ans og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, hlaut í gær­heiður­sverðlaun úr Verðlauna­sjóði Ásu Wright.

í til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands seg­ir að rann­sókn­ir Ingi­leif­ar snúi að grund­vall­arþátt­um í ónæm­is­vör­um við bólu­setn­ingu hafa leitt til margra mik­il­vægra niðurstaða sem bætt hafa lífs­gæði manna og aukið lífs­lík­ur.

For­seti Íslands veitti Ingi­leifi verðlaun­in, heiðurs­skjal og silf­ur­pen­ing með lág­mynd Ásu og merki Vís­inda­fé­lags Íslend­inga, auk þriggja millj­óna króna verðlauna­fjár frá Alcoa Fjarðaráli og HB Granda, bak­hjörl­um sjóðsins.

Sjóður­inn er kennd­ur við Ásu Wrig­ht, hjúkr­un­ar­fræðing sem ásamt eig­in­manni sín­um Henry Newcomb Wright, sett­ist að á Trinídad í Vest­ur-Indí­um, sem þá var bresk ný­lenda. Ráku hjón­in þar plantekru. Á efri árum seldi Ása bújörðina og varð and­virði henn­ar að sjóði sem stofnaður var ásamt Vís­inda­fé­lagi Íslands. Sjóður­inn hef­ur veitt vís­inda­manni ár­ins verðlaun und­an­far­in 48 ár.

 


Sjá einnig