Landsvirkjun og Norðurál framlengja rafmagnssamning

Lands­virkj­un og Norðurál Grund­ar­tangi ehf. hafa undirritað samkomulag um að fram­lengja raf­magns­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyr­ir 161 MW. End­ur­nýjaður samn­ing­ur er tengd­ur við markaðsverð raf­orku á Nord Pool raf­orku­markaðnum og kem­ur það í stað ál­verðsteng­ing­ar í gild­andi samn­ingi. Lesa má nánar um samninginn á Mbl.is, en þar segir:

„Lands­virkj­un og Norðurál Grund­ar­tangi ehf. náðu í maí síðastliðnum sam­komu­lagi um að fram­lengja raf­magns­samn­ing fyr­ir­tækj­anna fyr­ir 161 MW, sem var upp­haf­lega gerður 1997, á kjör­um sem end­ur­spegla raf­orku­verð á mörkuðum. Und­ir­rit­un samn­ings­ins beið þess að forskoðun Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) lyki. Þeirri forskoðun er nú lokið með já­kvæðri niður­stöðu og hafa samn­ingsaðilar því und­ir­ritað fyr­ir­liggj­andi samn­ing, sem er enn háður skil­yrðum.  Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

Þar seg­ir að und­ir­ritaður samn­ing­ur verði nú send­ur til ESA til form­legr­ar og end­an­legr­ar um­fjöll­un­ar. Bú­ist er við af­greiðslu stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir ára­mót.

Hinn fram­lengdi samn­ing­ur er til fjög­urra ára og hljóðar upp á 161 MW sem er nærri þriðjung­ur af orkuþörf ál­vers­ins á Grund­ar­tanga. End­ur­nýjaður samn­ing­ur tek­ur gildi í nóv­em­ber árið 2019 og gild­ir til loka árs 2023. Nú­gild­andi samn­ing­ur verður áfram í gildi til loka októ­ber 2019.

End­ur­nýjaður samn­ing­ur er tengd­ur við markaðsverð raf­orku á Nord Pool raf­orku­markaðnum og kem­ur það í stað ál­verðsteng­ing­ar í gild­andi samn­ingi.“

Sjá einnig