Mat á samfélagsvísum og verklagi Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar

Í október 2017 voru liðin tíu ár frá því að vöktun Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar hófst.  Í tilefni þess ákváðu eigendur verkefnisins að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um framkvæmd úttektar á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins.

Markmið rannsóknarinnar var:  „Að leggja mat á samfélagsvísa í Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar á Austurlandi“ og „Að greina samfélagsvísana með hliðsjón af félagsvísum sem gefnir eru út af Hagstofu Íslands“.  Gagna var aflað með viðtölum, netkönnun og í gegnum hópastarf á ársfundi verkefnisins 2017.   Fyrstu niðurstöður voru kynntar á ársfundi verkefnisins, en lokaskýrsla var gefin út í desember 2017. 

Skýrsluna má nú nálgast með því að smella á slóðina hér fyrir neðan, en í janúar er fyrirhugaður fundur stýrihóps þar sem farið verður yfir niðurstöðurnar og hvernig má nýta þær til að gera Sjálfbærniverkefnið enn betra.

Download 2017-107-sjalfbaerniverkefni-skyrsla

Sjá einnig