Notkun áls samgöngutæki sparar 70 milljónir tonna af útblæstri árlega

Ál má endurvinna aftur og aftur. Þannig er áætlað að um 75% af áli sem framleitt hefur verið frá upphafi sé enn í notkun. Endurvinnsluhlutfallið í Evrópu er meira en 90%. Sökum þess að álið er verðmæt vara, þá hefur aukin notkun áls í ýmsum iðnaðarvörum stuðlað að aukinni endurvinnslu, ekki bara á áli, heldur líka öðrum efnum Þá leiðir aukin notkun áls í samgöngutækjum til þess að tækin léttast, hvort sem það eru fólksbílar, flutningabílar, lestar eða önnur tæki.

Það hefur verið áætlað að vegna notkunar áls minnki losun gróðurhúsalofttegunda um 70 milljónir tonna á ári í Evrópu en um þriðjungur álframleiðslu fer til bílaframleiðslu. Það sama er uppi á teningnum varðandi umbúðir, léttari umbúðir lækka þyngd í flutningi og spara eldsneyti.

Síaukin notkun áls í byggingaiðnaði léttir einnig byggingar og eykur veðrunarþol og lækkar þannig bæði byggingakostnað og viðhaldskostnað.


Sjá einnig