Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið 22. febrúar í Háskólanum í Reykjavík

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið 22. febrúar í Háskólanum í Reykjavík

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14-16 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M105. Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn.

Nýsköpunarmótið er opið öllum og þar verða erindi bæði frá fulltrúum iðnaðarins sem og háskóla- og rannsóknarsamfélagsins. Auk þess verða í fyrsta sinn veitt hvatningarverðlaun Álklasans til fjögurra nemenda á háskólastigi sem nú vinna að verkefnum tengdum áliðnaðinum. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna hér:

http://www.si.is/starfsemi/vidburdir/2018/02/22/eventnr/1551

Sjá einnig