Stjórnar framleiðslunni á heimsvísu

Tómas Már Sigurðsson, sem hefur verið forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndum, mun færast upp innan fyrirtækisins og taka við sem framkvæmdastjóri framleiðslu (C00) Alcoa á heimsvísu. Þetta erhluti af stærri uppstokkun á stjórnendateymi fyrirtækisins, en forveri Tómasar mun taka við sem aðstoðarforstjóri samsteypunnar.

Tómas mun heyra beint undir forstjóra framleiðslu Alcoa, BobWilt, og verður með starfsstöðvar í New York í Bandaríkjunum. Helstu verkefni hans verða að sjá um daglegan rekstur á álverum, álvinnslum og báxít-framleiðslu Alcoa um allan heim. Tómas mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. 
 
Tómas hóf störf hjá Alcoa Fjarðaáli árið 2004, en var árið 2011 ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf. Hann hafði jafnframt yfirstiórn álframleiðslusviðs (e. Global PrimaryProducts) Alcoa í álfunni. I tilkynningu segir að reynsla Tómasar muni nýtast vel við að bæta framleiðslu fyrirtækisins. Tómas lauk prófi frá Háskóla íslands í verkfræði og fékk meistaragráðu í framkvæmdaáætlun frá Cornell-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1995.

Sjá einnig