Stofnsetning Alcoa Corporation sem sjálfstæðs forystufyrirtækis á sviði báxít-, súráls- og álafurða

Alcoa Corporation hefur verið sett á stofn sem sjálfstætt forystufyrirtæki á sviði báxít-, súráls- og álafurða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

Þar á meðal eru vinnslufyrirtæki og umbúðafyrirtæki Alcoa Inc í Norður-Ameríku. Reksturinn nær yfir alla álvirðiskeðjuna og eignasafnið er í stakk búið til að færa sér eftirspurn eftir áli um allan heim í nyt og viðhalda samkeppnisstöðu sinni við sveiflur á mörkuðum. Viðskipti hefjast í dag í Kauphöllinni í New York (NYSE) undir heitinu „AA“. Hér má lesa fréttatilkynninguna á vef Fjarðaáls. 


New York, 1. nóvember, 2016 – Alcoa Corporation (NYSE: AA) tilkynnti í dag að aðskilnaðinum frá móðurfyrirtækinu Alcoa Inc (gengur nú undir heitinu Arconic Inc.) sé lokið og að fyrirtækið sé nú rekið sem sjálfstætt hlutafélag, skráð í kauphöllinni í New York undir heitinu „AA“. Alcoa Corporation er alþjóðlegt, samkeppnishæft forystufyrirtæki á sviði báxít-, súráls- og álafurða, sem er í stakk búið til að ná árangri sama hvernig markaðir sveiflast.


„Við stofnsetjum Alcoa Corporation sem alþjóðlegt forystufyrirtæki í áliðnaðinum með greinilegt samkeppnisforskot út alla virðiskeðjuna,“ sagði Roy Harvey, forstjóri Alcoa. „Báxít- og súrálsstarfsstöðvar okkar hafa skorið niður útgjöld svo um munar á fyrsta ársfjórðungi og álverin hafa tryggt sér góða samkeppnisstöðu á öðrum ársfjórðungi. Við höfum náð góðum árangri í sölu á afurðum steypufyrirtækja okkar, dósaþynnufyrirtækin okkar eru í fremstu röð í Norður-Ameríku auk þess sem umtalsverðar orkueignir skapa verðmæti fyrir hámörkun á arðsemi. Þetta hefur okkur tekist við erfiðar aðstæður á markaði en dugnaður og trúmennska 16.000 starfsmanna okkar gerir okkur kleift að verja stöðu okkar. Nú þegar við lítum til framtíðar ætlum við að halda áfram að reka fyrirtækið okkar með frábærum hætti og stunda nýsköpun í iðnaði, þar sem við vorum brautryðjendur, með því að fylgja gildum okkar og einörðum vilja til árangurs.“

Styrkleiki í allri álvirðiskeðjunni


Alcoa býr yfir samkeppnishæfu eignasafni, sem er leiðandi í iðnaðinum, en það samanstendur af sex fyrirtækjum út alla álvirðiskeðjuna—báxít-, súráls-, ál-, steypuafurðir, valsaðar afurðir og orka—sem eru í stakk búin til að ná árangri sama hvernig markaðir sveiflast. Fótspor fyrirtækisins nær yfir 25 framleiðsluver um allan heim og um 16.000 starfsmenn.

Eignasafn Alcoa á heimsmælikvarða inniheldur meðal annars:

• Stærsta báxítnámueignasafn í heiminum með 45,3 milljón skraufþurr tonn af afurðum árið 2015 og aðgang að stórum báxítnámum með námuréttindi sem gilda í flestum tilvikum í yfir 20 ár;

• Stærsta álframleiðanda í heiminum með níu hreinsunarstöðvar í fimm heimsálfum;

• Nýlega endurnýjaðar bræðslustarfsstöðvar sem eru vel í stakk búnar til að færa sér í nyt betri framtíðaraðstæður á mörkuðum;

• Steypuskála, sem bjóða upp á fjölbreyttar, virðisaukandi álafurðir, sem eru blandaðar og steyptar í ákveðin mót að kröfu viðskiptavina;

• Völsunarstöðvar í Warrick, Indiana og Ras Al Khair, Sádí-Arabíu, sem þjóna áldósaþynnumarkaðinum í Norður-Ameríku; og


• Orkueignasafn þar sem um 55 prósent eru ódýr vatnsorka sem uppfyllir orkuþarfirfyrirtækisins með eins lágum kostnaði og unnt er auk þess að selja til utanaðkomandi viðskiptavina.

Alcoa spáir kraftmiklum 5% vexti á eftirspurn eftir áli um allan heim árið 2016 og tvöföldun á árabilinu 2010 og 2020. Alcoa Corporation er vel í stakk búið til að standa undir þessari miklu eftirspurn.

Samkeppnishæf staða

Á þriðja ársfjórðungi greindi Alcoa frá því að fyrirtækið hefði farið fram úr þriggja ára markmiði sínu fyrir árið 2016 um að fara niður á alþjóðlega súrálskostnaðarfallinu. Fyrirtækið náði einnig markmiði sínu fyrir alþjóðlega álkostnaðarfallið.
Fyrirtækið er nú á 17. hundraðsmarki alþjóðlega súrálskostnaðarfallsins, en það er 4 stigum betra en markmiðið og 13 stigum betra en árið 2010 þegar fyrirtækið var á 30. hundraðsmarkinu. Alcoa hefur einnig náð markmiði sínu um að komast upp í 38. hundraðsmark alþjóðlega álkostnaðarfallsins en það er 13 stiga lækkun úr 51. hundraðsmarkinu árið 2010.

Lok aðskilnaðarins

Aðskilnaðinum lauk í dag með hlutfallslegri dreifingu Alcoa Inc. á 80,1 prósenti af útistandandi hlutafé hins nýstofnaða Alcoa Corporation. Arconic mun halda eftir 19,9 prósentum af almennu hlutafé Alcoa Corporation. Dreifingunni er ætlað að vera skattfrjáls yfirfærsla til hluthafa Alcoa Inc. samkvæmt bandarískum tekjuskattslögum.
Hluthafar Alcoa Inc. fá í dag (i) eitt hlutabréf af almennu hlutafé Alcoa Corporation fyrir hver þrjú hlutabréf af almennu hlutafé Alcoa Inc, sem skráð eru arðsréttindadaginn 20. október 2016 og (ii) halda hlutabréfum sínum í Alcoa Inc. sem vegna nafnabreytingar Alcoa Inc. í Arconic Inc. eru nú hlutabréf í Arconic Inc.

Frekari upplýsingar um aðskilnaðinn og hlekki á skráningar hjá SEC má finna á vefsíðu Alcoa Corporation.


Alcoa stofnunin

Til að marka stofnsetningu Alcoa Corporation, sem sjálfstæðs fyrirtækis, hefur Alcoa stofnunin tilkynnt um 300.000 $ framlag til World Wildlife Fund (WWF) sem hluta af nýrri áherslu fyrirtækisins á sjálfbæra þróun. Verkefnið mun fjalla um áhrif loftslagsbreytinga um allan heim, þar á meðal í löndum þar sem Alcoa Corporation er með starfsemi, eins og í Suðvestur-Ástralíu, Brasilíu, Íslandi og Noregi.
Út næsta ár mun WWF vinna með samstarfsaðilum sínum við að safna nauðsynlegum gögnum um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á fólk og líffræðilegan fjölbreytileika. Niðurstöður verkefnisins munu hjálpa WWF við að búa til náttúruverndarstefnur og fræðsluefni.

Um Alcoa Corp.

Alcoa (NYSE: AA) er alþjóðlegt forystufyrirtæki á sviði báxít-, súráls- og álafurða, með sterkt eignasafn með virðisaukandi steypu- og völsunarvörum og umtalsverðar orkueignir. Alcoa hefur byggt á kraftmiklum gildum og framúrskarandi rekstri í 130 ár, allt frá uppgötvuninni, sem átti eftir að breyta heiminum, og gerði ál að hagkvæmum og mikilvægum hluta daglegs lífs. Frá því Alcoa uppgötvaði áliðnaðinn og út alla sögu fyrirtækisins hefur hæfileikaríkt starfsfólk þess haldið áfram með byltingarkenndar nýjungar og góðar starfsvenjur sem hafa leitt til skilvirkni, öryggis, sjálfbærni og kraftmeiri samfélaga þar sem það starfar. Heimsækið það á Netinu á www.alcoa.com, fylgið @Alcoa á Twitter og á Facebook undir www.facebook.com/Alcoa.


Miðlun upplýsinga um fyrirtækið

Alcoa Corporation hefur í hyggju að veita upplýsingar um fréttir af fyrirtækinu og afkomu í framtíðinni á vefsíðu fyrirtækisins, www.alcoa.com.

 


Sjá einnig