Tómas Már Sigurðsson
Tómas Már Sigurðsson

Tómas Már Sigurðsson ráðinn forstjóri Alcoa í Evrópu

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við stöðu forstjóra Alcoa í Evrópu og álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa í Evrópu þann 1. janúar 2012. Tómas Már tekur við stöðunni af Marcos Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Suður Ameríku. Síðar verður tilkynnt hver tekur við af Tómasi sem forstjóri Fjarðaáls.

Tómas Már tekur við stöðunni af Marcos Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Suður Ameríku. Síðar verður tilkynnt hver tekur við af Tómasi sem forstjóri Fjarðaáls.

Sem forstjóri Alcoa í Evrópu mun Tómas Már bera ábyrgð á samræmingu aðgerða allra starfsstöðva Alcoa víðsvegar um Evrópu en þær eru tæplega 50 talsins. Næsti yfirmaður hans verður Chris Ayers, aðalframkvæmdastjóri Alcoa og yfirmaður álframleiðslusviðs Alcoa. Tómas Már mun einnig gegna hlutverki forstjóra álframleiðslusviðs (GPP) í Evrópu og ber þar með beina ábyrgð á álverum og súrálsverksmiðjum Alcoa á Íslandi, Ítalíu, Spáni og í Noregi. Næsti yfirmaður hans í þeirri stöðu er Bill Oplinger, aðalframkvæmdastjóri álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa.

Tómas Már tekur við forsvari Evrópusvæðisins með haldgóða reynslu af rekstri fyrirtækis þar sem hann var ábyrgur fyrir gangsetningu og áframhaldandi rekstri álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði, sem er nýjasta og stærsta álver Alcoa. Allt frá árinu 2005 hefur hann haft yfirumsjón með byggingu Fjarðaáls, rekstri, mati á umhverfisáhrifum, innkaupum og samskiptum við samfélagið. Undir hans stjórn hefur fyrirtækið náð afburðagóðum árangri á öllum helstu rekstrarsviðum og fest sig í sessi sem mikill drifkraftur í samfélagsmálum á Austurlandi.

Tómas Már gekk til liðs við Alcoa í mars 2004 en gegndi áður starfi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs hjá Norðuráli síðan 1997. Milli áranna 1995 og 1997 starfaði Tómas Már hjá Hönnun hf., aðallega við framkvæmd umhverfismats og skipulagningu framkvæmda. Þar áður var hann verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Tómas Már lauk CS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í skipulagsverkfræði frá Cornell háskóla í Ithaca í Bandaríkjunum árið 1995.

Sjá einnig