Úrskurðað í máli HS orku og Norðuráls

Úrskurðað í máli HS orku og Norðuráls

Alþjóðlegur gerðardómur hefur úrskurðað í máli sem HS Orka höfðaði gegn Norðuráli Helguvík árið 2014. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu, öfugt við úrskurð gerðardóms frá árinu 2011, að HS Orku beri ekki að standa við ákvæði raforkusamnings sem fyrirtækið undirritaði við Norðurál Helguvík í apríl 2007 vegna álvers í Helguvík.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls:

Við erum enn að fara yfir úrskurð gerðardómsins en hann veldur  okkur vissulega vonbrigðum. Við munum nú fara ítarlega yfir forsendur úrskurðarins og meta út frá því hvaða  möguleikar eru fyrir hendi. Þá munum við kanna hvort mögulegt sé að afla orku til verkefnisins í Helguvík eftir öðrum leiðum.


Sjá einnig