Fréttir

Mikil gróska í íslenskum áliðnaði

Fjallað er um nýsköpun og stefnumótun álklasans á Íslandi í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álframleiðenda, sem birtist í nýjasta tölublaði Vélabragða, tímarits nemenda í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ.

Stóriðjustörf skemmtileg og fjölbreytt

Esther Gunnarsdóttir, Eyrún Linnet og Sunna Björg Helgadóttir starfa í álverinu í Straumsvík. Þær eru í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag.

Framúrskarandi fyrirtæki skiptir um eigendur

Fjölskyldufyrirtækið rótgróna J.R.J. verktakar,sem vinnur talsvert fyrir álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík, var selt um áramótin. Kaupendurnir eru Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, og fyrirtækið Járn og blikk.

Erindi Rannveigar Rist á ráðstefnu um samfélagsábyrgð

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Samtök atvinnulífsins, stóðu þann 23. janúar fyrir ráðstefnunni: „Fyrirtæki og samfélagið - sameiginlegur ávinningur.“ Rio Tinto Alcan á Íslandi er eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að stofnun Festu. Rannveig Rist var meðal frummælenda á fundinum og fer erindi hennar hér á eftir.

Útskrift Stóriðjuskóla Rio Tinto Alcan

Rio Tinto Alcan á Íslandi útskrifaði í dag átjánda námshópinn úr grunnnámi Stóriðjuskólans sem fyrirtækið hefur starfrækt í rúm sautján ár eða frá árinu 1998.

Skilvirkni næst fram með þekkingu á nýsköpun

Álverin eru mjög ströng á að allar vottanir og staðlar séu í lagi, segir Hjörtur Cýrusson deildarstjóri hjá Ísfelli í samtali við iðnaðarblaðið Sleggjuna.

Vanda­mál en líka tæki­færi framund­an

Mikilvægt er að horfa til fjár­fest­ing­ar til framtíðar í nýj­um fyr­ir­tækj­um og byggja und­ir út­flutn­ings­geir­ann. Mbl.is talaði við aðila úr framleiðslu- og tæknigeiranum um áramót.

Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti sérsmíðaðan verðlaunagrip úr áli frá Straumsvík og eina milljón króna.

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Sigurður Oddsson starfsmaður Norðuráls einn þeirra sem hafa gjörbreytt stöðu sinni á vinnumarkaði með því að taka þátt í vottuðum námsleiðum

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun endurskoða rafmagnssamning

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun hafa samið um breytingu á orkuafhendingu sem endurspeglar betur orkuþörf álversins í Straumsvík.

Framtíðarsýn Álklasans til ársins 2020

Á stefnumótunarfundi Álklasans í Borgarnesi í apríl 2014 var mótuð framtíðarsýn til ársins 2020. Um 40 fyrirtæki og stofnanir drógu upp mynd af framtíðarlandslaginu og helstu áskorunum fram að þeim tíma. Hér má lesa niðurstöðurnar í útgáfu Samáls og Samtaka iðnaðarins.

Hvers virði er ál sem hráefni fyrir Austurland?

Ráðstefna með yfirskriftina Ál á Austurlandi haldin á Breiðdalsvík föstudaginn 28. nóvember.

Stefnumót um nýsköpun í áliðnaði

Stefnumót um þarfir og lausnir sem snúa að framþróun og verðmætasköpun í áliðnaði 18. nóvember nk.

Hagnaður álveranna dróst saman

Íslensku álverin högnuðust um samtals 6,48 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 798 milljóna króna, á síðasta ári. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna dróst þá saman um 90 prósent frá árinu 2012 þegar afkoman var jákvæð um 64,5 milljónir dala. Fjallað er um afkomu álveranna í fréttaskýringu Haraldar Guðmundssonar í Fréttablaðinu.

Toyota í álið

Toyota hyggst létta bílaflotann með meiri álnotkun. Fjallað er um það í Fréttablaðinu.

Álklasinn mótaður í haust

Stefnumót í samstarfi Álklasans, Samtaka iðnaðarins og Samáls verður haldið í nóvember til að greina þarfir og lausnir í áliðnaði. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Aukin framleiðsla álversins á Grundartanga

Fjárfesting fyrir á annan tug milljarða. Ársframleiðslugeta í 350 þúsund tonn með hækkun á rafstraumi í kerin.

Engin dæmi um neikvæð áhrif flúors á fé eða aðrar skepnur

Svör Norðuráls við spurningum í opnu bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Flúor í grasi lækkaði um 19% milli ára í Reyðarfirði

Gildin fyrir flúor í grasi eru lægri en viðmiðin fyrir grasbíta segja til um.

Álverð ekki hærra í 17 mánuði

Eftirspurn mun vaxa um 6% á ári þar til áratugnum lýkur, samkvæmt greiningu Citi-bankans. Eftirspurnin verður knúin áfram af því að bílaframleiðendur nota ál í auknum mæli.

Stjórnar framleiðslunni á heimsvísu

Tómas Már Sigurðsson framkvæmdastjóri stjórnar framleiðslu Alcoa á heimsvísu.

Svipmynd Markaðarins: Spenntur fyrir golfsumrinu mikla

Efst á borðinu er að fylgja eftir viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Dregin er upp svipmynd af Pétri Blöndal framkvæmdastjóra Samáls í Markaðnum, viðskiptaútgáfu Fréttablaðsins.

Ísland krúnudjásnið í jafnréttismálum

„Það er siðferðislega rétt að ráða fjölbreytt starfsfólk en það er líka bara fjári góð viðskipta ákvörðun,“ segir Gena Lovett, jafnréttisstýra hjá höfuðstöðvum Alcoa í New York, í greinargóðu viðtali á Mbl.is.

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

Rio Tinto Alcan hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála, en það er í fyrsta skipti sem þau eru veitt. Viðskiptablaðið tók Rannveigu Rist tali af því tilefni.

Sprotafyrirtæki stofnað um álmæli

Samstarfssamningur við Norðurál vegna þróunar á greiningarbúnaðinum.

Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknarseturs

Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Viljayfirlýsing um það var undirrituð á ársfundi Samáls.

Hversu þungt vegur álið? – Ársfundur Samáls 2014

„Hversu þungt vegur ál?“ er yfirskrift ársfundar Samáls í Hörpu að morgni þriðjudags 20. maí. Á fundinum verður fjallað um horfur í áliðnaðinum og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt.

Íslenskt ál í nýjum Mercedes Benz C-Class

Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að hluti þess er framleiddur á Íslandi.

Stefna mótuð fyrir álklasann

Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir mótuðu framtíðarsýn álklasans á tveggja daga stefnumótunarfundi í Borgarnesi.

Vaxandi markaður í farartækjum

Norsk Hydro fjárfestir 20 milljarða í álplötuframleiðslu í Grevenbroich. Bílaframleiðendur leita nýrra leiða til að létta bíla með áli og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Flóknari vörur og meiri virðisauki

Rio Tinto Alcan skiptir úr álbörrum yfir í álstengur.

Minni hætta á að missa þann stóra

Fossdalur framleiðir fluguveiðihjól úr áli frá Alcoa.

Tækifærin mikil fyrir íslenskan áliðnað

Norðurál stærsti atvinnurekandi á Vesturlandi. Ragnar Guðmundsson forstjóri segir árangur fyrirtækisins í umhverfis- og öryggismálum á heimsmælikvarða.

Álbylting með nýja pallbílnum frá Ford

Engin fordæmi fyrir slíkri eftirspurn eftir áli í bílaiðnaðinum.

Rio Tinto Alcan tilnefnt til menntaverðlauna

Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í fyrsta sinn. Metnaðarfullt fræðslustarf er lykilþáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Einarsson veiðihjólið í 2. sæti í bandarískri úttekt

Sérstaðan fólgin í hönnuninni og efninu sem er sérblandað ál keypt frá Alcoa í Bandaríkjunum.

Tveggja milljóna tonna markinu náð

Tæp sjö ár frá því fyrsta kerið var ræst hjá Alcoa Fjarðaáli.

Fyrstu skref samstarfsvettvangs um álklasa

Undirbúningshópur að samstarfsvettvangi um álklasa hittist í fyrsta skipti í fundaraðstöðu Samtaka iðnaðarins og Samáls fimmtudaginn 13. nóvember.

Aukin eftirspurn í pípunum

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri samtaka álframleiðenda, Samáls, segir að greiningaraðilar spái því flestir að álverð á heimsmarkaði muni fara heldur hækkandi á þessu ári og næstu árum. Rætt er við hann í fréttaskýringu Kristjáns Jónssonar í Morgunblaðinu.

Milljarða framkvæmdir hafnar hjá Norðuráli

Norðurál undirritaði í dag verksamning við ÍAV um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga.

Ráðherra kom í bakið á álfyrirtækjum

Pétur Blöndal hóf störf hjá Samáli í sumar en Pétur hefur verið einn þekktasti blaðamaður landsins og starfaði lengi á Morgunblaðinu. Í viðtali í Viðskiptablaðinu er hann gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í skattamálum og segir umræðu um arðsemi Landsvirkjunar hafa verið villandi.

Álbirgðir að dragast saman á Vesturlöndum

Fjallað er um stöðu íslensks áliðnaðar, eftirspurn eftir áli, álverð og birgðasöfnun í viðamikilli fréttaskýringu Harðar Ægissonar í Morgunblaðinu.

Álklasinn fær bronsmerkingu frá Evrópuskrifstofu

Framkvæmdastjóri Samáls tekur við bronsmerkingu íslenska álklasans frá Evrópuskrifstofu í klasagreiningu.

Vel heppnuð ráðstefna um hönnun úr áli

Hönnunarráðstefnan Al+ um tækifæri í hönnun og áliðnaði var vel sótt, en þar var því velt upp hvaða möguleikar fælust í frekari framleiðslu á áli hér á landi fyrir íslensk fyrirtæki og hvernig nýta mætti íslenska álframleiðslu sem drifkraft til nýsköpunar.

Ráðstefnan 13Al+ um tækifæri í álframleiðslu á Íslandi

Fyrirlesarar frá Bang & Olufsen, Production Leap, Alcoa og háskólasamfélaginu.

Langar að stuðla að sátt um áliðnaðinn

„Ég kem inní þetta starf sem útivistarmaður og náttúruunnandi. Ég efast ekki um að meðal þeirra 5000 manna sem hafa lífsviðurværi sitt beint og óbeint af álframleiðslu séu margir nátturuunnendur." Pétur Blöndal nýráðinn framkvæmdastjóri Samáls er í viðtali hjá Fjarðaálsfréttum, sem gefnar eru út af Alcoa, og segist talsmaður þess að ganga varlega um náttúruna og nýta hana skynsamlega.

Pétur Blöndal ráðinn framkvæmdastjóri Samáls

Pétur Blöndal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samáls. Hann hefur störf í næsta mánuði.

Hægrimenn og stóriðja

Stóriðjan er ein þriggja meginstoða í öflun gjaldeyris, sem er okkur lífsnauðsyn. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, birtir grein í Morgunblaðinu í dag.

Rangfærslur í "bréfi til Sigurðar Inga" leiðréttar

Í dag hefur á vefsíðum flogið hátt bréf Guðbjartar Gylfadóttur, íslensks starfsmanns Bloomberg í New York, til Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfisráðherra. Við snögga yfirferð er hægt að benda á eftirfarandi villur og rangfærslur.

Fjarri sanni að álfyrirtækin nýti sér skattalöggjöfina með óeðlilegum hætti

Það er fjarri öllu sanni að álfyrirtækin nýti sér skattalöggjöfina með óeðlilegum hætti og afar leitt að Ríkisútvarpið skuli ýja að slíku í umfjöllun sinni.