Fréttir

Horft til áratuga í áliðnaðinum

Þótt lækkandi álverð hafi neikvæð áhrif á rekstur Norðuráls á árinu er framtíð félagsins björt að mati Ragnars Guðmundssonar forstjóra, sem er í viðtali í Viðskiptablaðinu. Skammtímasveiflur í álverði hafa lítið að segja um rekstur fyrirtækisins þar sem hugsað er áratugi fram í tímann.

Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls

„Óhreinindi og straumnýtni við rafgreiningu áls,“ er yfirskrift doktorsvarnar Rauan Meirbekova í Háskólanum í Reykjavík, sem fram fer 3. september kl. 14:00 í stofu V102.

Norðurál undirbýr frekari stækkun með straumhækkun

„Við erum að reyna að auka hag­kvæmni rekst­urs­ins á Grund­ar­tanga og auka sam­keppn­is­hæfni hans til lengri tíma,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son, for­stjóri Norðuráls, í Morg­un­blaðinu í dag um ástæður þess að sótt var um leyfi til stækk­un­ar.

Mikill áhugi á áframvinnslu áls á Austurlandi

Austurbrú stóð fyrir málstofunni „Áframvinnsla á áli, möguleikar og tækifæri“ í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði fimmtudaginn 20. ágúst. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi var stefnt saman við frumkvöðla til að ræða um hráefnið ál og mögulega áframvinnslu þess. Á fundinum var styrkur veittur frá Alcoa Foundation til Austurbrúar.

90% starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktu kjarasamning

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum.

Málstofa um áframvinnslu á áli

Fimmtudaginn 20. ágúst verður málstofa um áframvinnslu á áli í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi verður stefnt saman við frumkvöðla þar sem rætt verður um hráefnið ál og möguleika þess.

Eftirspurn eftir áli að aukast

„Í áliðnaði er fjárfest til lengri tíma. Það er auðvitað ljóst að á áratugum verða miklar sveiflur í verði á áli og í augnablikinu er álverð lágt,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls í viðtali í Fréttablaðinu.

Margt smátt...

Hvað geta einstaklingar gert til að bæta umhverfið og stuðla að því að afkomendurnir taki við góðu búi? Um þessa spurningu snýst umhverfispistill Stefáns Gíslasonar á RÚV.

Um 600 verktakar hjá álverunum

Verktaka er með mismunandi hætti í álverunum þremur hér á landi, mest hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði en minnst hjá Norðuráli á Grundartanga. Fréttaskýring Guðmundar Magnússonar í Morgunblaðinu.

Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegs íþróttafólks á Austurlandi.

Flytja inn stærstu hafnarkrana landsins

Eim­skipa­fé­lagið hef­ur flutti inn tvo nýja hafn­ar­krana til lands­ins, en þeir eru þeir stærstu á Íslandi og geta lyft tveim­ur 20 feta gám­um sam­tím­is. Þeir munu meðal annars þjónusta álver Norðuráls á Grundartanga og Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Tesla kynnir vélhjól með álstelli

Tesla hefur kynnt til sögunnar vélhjólið Model M. Það er rafknúið eins og bifreiðin og stellið úr áli. Jón Agnar Ólason fjallar um það í Bílablaði Morgunblaðsins.

Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli

Föstudaginn 17. júlí var nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli. Samningurinn sem gildir til fimm ára frá 1. mars 2015 er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambandsins og Alcoa Fjarðaáls.

Prins hannar úr áli

Carl Phil­ip Berna­dotte, son­ur Karls Gúst­avs Sví­a­kon­ungs og Silvíu drottn­ing­ar, hef­ur hannað nýja línu úr áli fyr­ir hið fræga fyr­ir­tæki Stelt­on. Prins­inn er menntaður graf­ísk­ur hönnuður og rek­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Berna­dotte & Kyl­berg ásamt fé­laga sín­um, Oscar Kyl­berg. Lesa má nánar um hina konunglegu hönnun í Smartlandi Mörtu Maríu.

Spá spreng­ingu í ál­notk­un í bíl­smíði

Niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar sem fram­kvæmd var af Ducker Worldwi­de benda til þess að á næstu tíu árum verði al­ger spreng­ing í auk­inni notk­un áls við smíði nýrra bíla fram­leidd­um í Norður-Am­er­íku. Greint frá rannsókninni á Mbl.is.

Þvílík gargandi snilld!

Njáll Gunnlaugsson blaðamaður Morgunblaðsins getur ekki orða bundist er hann fjallar um sportbílinn Porsche Boxster Spyder. Hann segir allt gert til að létta bifreiðina, eins og að hafa sem flesta hluti úr áli og magnesíum. Stór vélarhlífin sé öll úr áli.

Auk­inn hagnaður þrátt fyr­ir ál­verðslækk­un

Hagnaður Alcoa var und­ir vænt­ing­um markaðar­ins á öðrum árs­fjórðungi en þrátt fyr­ir það var hagnaður­inn meiri en á sama tíma í fyrra. Auk­in eft­ir­spurn frá flug­véla- og bíla­fram­leiðend­um vann á móti áhrif­um af ál­verðslækk­un. Greint er frá afkomu Alcoa á Mbl.is.

Heimsókn frá álsamtökum í Evrópu

Samtök álframleiðenda í Evrópu hittast tvisvar á ári og bera saman bækur sínar. Vorfundur samtakanna fór að þessu sinni fram á Íslandi þann 30. júní. Daginn eftir flaug hluti fundarmanna austur á land og heimsótti Alcoa Fjarðaál, auk þess að skoða Kárahnjúkavirkjun og Skriðuklaustur. Punturinn yfir i-ið var að rekast á stóran hreindýrahóp á heimleiðinni.

Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í dag í Húsi atvinnulífsins. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

Styrkar stoðir í áliðnaði

Styrkar stoðir er yfirskrift aðsendrar greinar Ragnars Guðmundssonar forstjóra Norðuráls í Fréttablaðinu.

Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli

Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar. Þar sem nú eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarrétt var kvennaboðið í ár sérstaklega veglegt, og í tengslum við það var bæði kynning á átaki UN-Women og opnun ljósmyndasýningar sem nefnist Konur í álveri.

Hvað er vinna í verksmiðju?

„Hvað er vinna í verksmiðju?“ Það er spurningin sem Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls veltir fyrir sér í endahnútspistli á baksíðu Viðskiptablaðsins.

Líf og fjör í tjaldi atvinnulífsins

Hús atvinnulífsins flutti í Tjald atvinnulífsins í Vatnsmýrinni á fundi fólksins frá 11. til 13. júní og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

VHE orðið þekkt um allan heim

Fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um heim­inn. Ítarlega umfjöllun um fyrirtækið má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Ótvíræð arðsemi í orkuframleiðslu

Ótvíræð arðsemi orkuframleiðslu er yfirskriftin í Staksteinum Morgunblaðsins. En þar er vitnað í pistil Péturs Blöndals framkvæmdastjóra Samáls á Mbl.is.

Nýr rennilegri Samsung snjallsími verður sterkari vegna hágæða áls frá Alcoa

Í dag tilkynnti Alcoa að fyrirtækið muni sjá Samsung fyrir þolsterku hágæða áli sem er sérframleitt fyrir flugiðnaðinn, til þess að nota í nýjustu snjallsímana, Galaxy S6 og S6 edge.

Ný kynslóð Chevrolet Camaro

Meira ál er notað en áður í nýrri kynslóð Chevrolet Camaro. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Bein losun Alcoa minnkaði um 3 milljónir tonna 2014

Sjálfbærniskýrsla Alcoa 2015 er komin út í rafrænu formi og hefur hún að geyma upplýsingar varðandi efnahags-, umhverfis- og samfélagsmál fyrirtækisins á sl. ári.

Þjóðhagsleg staða og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012.

Mikil gróska í kringum álverin

„Öfugt við það sem sumir halda eru íslensk álfyrirtæki ekki þrjú, heldur skipta þau hundruðum,“ segir Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda í viðtali sem Sigmundur Ó. Steinarsson tók fyrir tímaritið Frjálsa verslun.

Styrkur íslenskrar álframleiðslu

Vaxandi markaður fyrir ál í Evrópu og Bandaríkjunum. Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls í viðtali á Hringbraut.

Mikil verðmætasköpun í íslenskum orkuiðnaði

Ársfundur Samáls var haldinn þriðjudaginn 28. apríl í Hörpu og sóttu hátt í 200 manns fundinn. Þar voru flutt fróðleg erindi um stöðu áliðnaðar, framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Raforkuskattur ekki framlengdur

Raforkuskattur verður ekki framlengdur, en hann rennur út í lok árs 2015. Fjallað er um yfirlýsingu fjármálaráðherra þess efnis á ársfundi Samáls í Fréttablaðinu. Skatturinn var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára til að koma til móts við ríkissjóð á erfiðum tímum og var það liður í samkomulagi stóriðjufyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda. Skatturinn var framlengdur til þriggja ára árið 2012.

Horft til áratuga í áliðnaðinum

Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls og forstjóri Norðuráls, segir að innan fárra ára geti Landsvirkjun greitt 30-40 milljarða króna í arð á hverju ári, miðað við óbreytt orkuverð. Til samanburðar sé veiðigjald í sjávarútvegi um 10-15 milljarðar.

Öflun gjaldeyris undirstaða lífskjara

Stórauka þarf útflutning, svo sem á hugbúnaði og iðnaðarframleiðslu, til að skapa gjaldeyri. Pétur H. Blöndal alþingismaður er í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.

Verðlaun verða til

Samál styrkti gerð verðlaunagripsins í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór 19.-21. apríl á Akureyri. Garðar Eyjólfsson hönnuður og fagstjóri vöruhönnunar við LHÍ hannaði gripinn úr endurunnu áli og var hann smíðaður hjá Málmsteypunni Hellu. Hér má sjá myndband frá gerð gripsins.

Stór samningur HRV við Hydro í Noregi

Íslenska verkfræðistofan annast verkfræðiráðgjöf og verkefnastjórnun í tengslum við byggingu tilraunakerskála í álveri Hydro í Karmøy í Noregi, samkvæmt frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Auðlindir Íslands og hinn almenni borgari

„Ég rifja upp, að stærstu virkjanir okkar, allar með tölu, voru reistar í krafti þess, að langtímasamningar náðust um nýtingu orkunnar til iðnaðar eða stóriðju.“ Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra samgöngu- og ferðamála fjallar um þjóðhagslegan ávinning af orkuiðnaði í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Álið léttir Jaguar XF

Áhuga­menn um ál við bíl­smíði hafa ástæðu til að fagna því að 80% af yf­ir­bygg­ingu og und­ir­vagni nýs Jagu­ars XF eru úr þeim málmi. Ágúst Ásgeirsson fjallar um bifreiðina á Mbl.is.

Mikil gróska í íslenskum áliðnaði

Fjallað er um nýsköpun og stefnumótun álklasans á Íslandi í viðtali við Pétur Blöndal framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álframleiðenda, sem birtist í nýjasta tölublaði Vélabragða, tímarits nemenda í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ.

Stóriðjustörf skemmtileg og fjölbreytt

Esther Gunnarsdóttir, Eyrún Linnet og Sunna Björg Helgadóttir starfa í álverinu í Straumsvík. Þær eru í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag.

Framúrskarandi fyrirtæki skiptir um eigendur

Fjölskyldufyrirtækið rótgróna J.R.J. verktakar,sem vinnur talsvert fyrir álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík, var selt um áramótin. Kaupendurnir eru Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy, og fyrirtækið Járn og blikk.

Erindi Rannveigar Rist á ráðstefnu um samfélagsábyrgð

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Samtök atvinnulífsins, stóðu þann 23. janúar fyrir ráðstefnunni: „Fyrirtæki og samfélagið - sameiginlegur ávinningur.“ Rio Tinto Alcan á Íslandi er eitt þeirra fyrirtækja sem stóðu að stofnun Festu. Rannveig Rist var meðal frummælenda á fundinum og fer erindi hennar hér á eftir.

Útskrift Stóriðjuskóla Rio Tinto Alcan

Rio Tinto Alcan á Íslandi útskrifaði í dag átjánda námshópinn úr grunnnámi Stóriðjuskólans sem fyrirtækið hefur starfrækt í rúm sautján ár eða frá árinu 1998.

Skilvirkni næst fram með þekkingu á nýsköpun

Álverin eru mjög ströng á að allar vottanir og staðlar séu í lagi, segir Hjörtur Cýrusson deildarstjóri hjá Ísfelli í samtali við iðnaðarblaðið Sleggjuna.

Vanda­mál en líka tæki­færi framund­an

Mikilvægt er að horfa til fjár­fest­ing­ar til framtíðar í nýj­um fyr­ir­tækj­um og byggja und­ir út­flutn­ings­geir­ann. Mbl.is talaði við aðila úr framleiðslu- og tæknigeiranum um áramót.

Hugi Guðmundsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti sérsmíðaðan verðlaunagrip úr áli frá Straumsvík og eina milljón króna.

Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Sigurður Oddsson starfsmaður Norðuráls einn þeirra sem hafa gjörbreytt stöðu sinni á vinnumarkaði með því að taka þátt í vottuðum námsleiðum

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun endurskoða rafmagnssamning

Rio Tinto Alcan á Íslandi og Landsvirkjun hafa samið um breytingu á orkuafhendingu sem endurspeglar betur orkuþörf álversins í Straumsvík.

Framtíðarsýn Álklasans til ársins 2020

Á stefnumótunarfundi Álklasans í Borgarnesi í apríl 2014 var mótuð framtíðarsýn til ársins 2020. Um 40 fyrirtæki og stofnanir drógu upp mynd af framtíðarlandslaginu og helstu áskorunum fram að þeim tíma. Hér má lesa niðurstöðurnar í útgáfu Samáls og Samtaka iðnaðarins.