Álklasinn fær bronsmerkingu frá Evrópuskrifstofu

Á ráðstefnu á vegum Rannís, sem haldin var 3. október sl., hlutu níu íslenskir klasar sk. bronsmerkingu. Það er Evrópuskrifstofa í klasagreiningu eða European Cluster Excellence Initiative (ECEI) sem veitir verðlaunin en Rannís veitir vottunina hér á landi.

 

Klasarnir sem fengu viðurkenninguna eru:

Air 66, flug og ferðamál

Álklasinn, álframleiðsla og vinnsla

Edda – öndvegissetur, rannsóknasetur í gagnrýnum samtímarannsóknum

GEORG, jarðhitarannsóknir

Icelandic Geothermal Cluster, málefni jarðvarma í víðu samhengi

Katla Geopark, ferða- og atvinnumál

Ríki Vatnajökuls, atvinnumál og menningarþróun á svæði Vatnajökuls

Sjávarklasinn, fiskveiðar og vinnsla

Vitvélasetur Íslands, rannsóknir í upplýsingatækni og gervigreind 

 

Í fréttatilkynningu frá RANNÍS segir af þessu tilefni: 

Klasahugtakið er ekki alveg nýtt á nálinni, enda má segja að klasar séu nánast náttúruleg fyrirbæri í atvinnulífinu. Klasastarf á Íslandi fer vaxandi og má finna dæmi um klasa í flestum atvinnugreinum um allt land. Þegar aðilar sem vinna að framþróun atvinnugreina stilla saman strengi sína, svo sem fyrirtæki í greininni, stuðningsaðilar og opinberir aðilar, myndast ákveðin skilvirkni og afköst aukast. Kostir þess að sameina krafta fyrirtækja í vissum greinum eru meðal annars þeir að rannsóknastarf og þróun afurða er líklegri til að skila árangri ef fleiri sameina krafta sína.

Bronsmerkið er kennt við verkefnið European Cluster Excellence Initiative (ECEI) en aðeins tæplega 500 evrópskir klasa hafa fengið það afhent. Viðurkenningin er veitt að undangenginni úttekt á vegum European Secretariat for Cluster Analysis, en þau hafa, í samstarfi við Rannís, rannsakað um tug íslenskra klasa og klasastjóra hér á landi. Þeir hafa allir verið taldir vinna ötult starf í þágu klasana og verðskulda því viðurkenninguna, sk. Bronsmerki fyrir klasastjórnun (Cluster Managament Excellence). Þetta merki er einungis veitt þeim klösum sem unnið hafa frábært starf í þágu atvinnugreina.

Í rannsókninni kom fram að klasastjórnun á Íslandi er í jákvæðum farvegi. Stjórnun klasa og aðgengi klasastjóra að starfsfólki með viðeigandi færni eru til fyrirmyndar og tengsl í góðum farvegi. Þótt fjármögnun sé ákveðið vandamál hefur þessum klösum jafnan tekist að fjármagna starf sitt og tryggja þeim fé fram í tímann. Stefnumótun klasastjóra á Íslandi er almennt góð, en auka þyrfti þarf símenntun starfsmanna og að auka vitund almennings á starfi klasa. 


Sjá einnig