Einarsson veiðihjólið í 2. sæti í bandarískri úttekt

Nýverið lenti Einarsson veiðihjólið í 2. sæti í virtri bandarískri úttekt. 800 eintök af Einarsson veiðihjólum voru framleidd hér á landi í fyrra. Hjólin eru smíðuð af rennismiðnum Steingrími Einarssyni í litlu húsnæði niðri við höfn á Ísafirði. Í hjólin er notað sérblandað ál sem keypt er frá Alcoa í Bandaríkjunum. Um þennan merkilega frumkvöðul er fjallað í frétt í Viðskiptablaðinu og segir þar meðal annars: 

„Steingrímur Einarsson rennismiður framleiðir hjólin. Hann reiknar með að í ár verði framleidd 1.000 hjól. „Við eru bara pínulítið fyrirtæki sem erum að berjast á mjög öflugum samkeppnismarkaði. Við erum að kljást við fyrirtæki sem hafa verið í þessu í tugi ára og framleiða tugi þúsunda hjóla á hverju ári. Sum þeirra fyrirtækja sem við erum í samkeppni við voru reyndar stofnuð fyrir aldamótin 1900.“

Sérstaða Einarsson-hjólanna er fólgin í efninu sem notað er við smíðina en einnig hönnuninni og þá sérstaklega hönnuninni á bremsunni sem er einstæð. Í hjólin er notað sérblandað ál sem keypt er frá Alcoa í Bandaríkjunum. „Við höfum fengið hjálp við þróun hjólanna frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og einnig fengum við styrk frá Rannís sem hefur hjálpað okkur mikið.“

Einarsson hefur nýlega gert samning um sölu hjólanna í Japan.Einnig eru í gangi viðræður við fjóra aðila í Bandaríkjunum og Kanada. Því til viðbótar eru hjólin seld á Norðurlöndunum, í Bretlandi, á Írlandi, Spáni, í Sviss, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og auðvitað hér heima.“ 


Sjá einnig