Fyrirmyndir í námi fullorðinna

 

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Á fundi um árangur og framtíð framhaldsfræðslu í gær var þremur einstaklingum veitt viðurkenning, þeim Margréti Gígju Rafnsdóttur, Ólöfu Ástu Salmannsdóttur og Sigurði Oddssyni.

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið þátt vottuðum námsleiðum og kjölfarið breytt stöðu sinni á vinnumarkaði, eins og fram kemur í grein Sigurðar Boga Sævarssonar Morgunblaðinu í dag. Er þar vitnað í tilkynningu um viðurkenninguna: „Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera öðrum fyrirmynd."

Sigruðust á lesblindu
Í fréttinni segir ennfremur að Margrét Gígja Rafnsdóttir hafi snemma hætt námi og farið út vinnumarkað. Staðið síðan uppi einstæð og atvinnulaus með litla starfsreynslu og takmarkaða menntun fyrir fáum árum. Fyrir tilstuðlan Vinnumálastofnunar fékk Margrét Gígja aðstoð vegna lesblindu og í framhaldi af því sótti hún grunnmenntaskólann hjá Mími. Lauk svo starfsnámi stuðningsfulltrúa hjá Framvegis miðstöð símenntunar. Starfar nú hjá leikskólanum Rauðhóli. 
 
Ólöf Ásta Salmannsdóttir lauk námi í menntastoðum hjá Símey vorið 2012 og háskólabrú Keilis Akureyri vorið 2013. Stefna Ólafar var að nema viðskiptafræði, en í stað þess að fara í háskólanám stofnaði hún með sínu fólki fyrirtækið Fiskkompaníið sem hefur fengið góðar viðtökur. 
 
Sigurður Oddsson átti erfitt uppdráttar í námi strax í grunnskóla vegna lesblindu sem hann fékk hjálp til að takast við. Fékk svo vinnu hjá Norðuráli þar sem hann nýtti sér möguleikann nám stóriðju og stundar nú helgarnám í vélvirkjun hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Sjá einnig