Gætum framleitt rafbíla úr innlendu áli

"Við gætum smíðað okkar eigin rafbíla með innlendu áli," segir Gísli Gíslason í samtali við RÚV, en hann stýrir rafbílafyrirtækinu Even. "Við gætum gert þetta hratt, losað okkur við mengandi bíla á fáum árum."
 
Í frétt RÚV segir:  
 
Rafbílavæðing Íslands gengur hægt, á götunum eru aðeins um 600 rafbílar. Áhuginn fer vaxandi en það vantar að hrinda verkefninu af stað fyrir alvöru: Að rafbílavæða landið og hætta notkun ökutækja sem nota jarðefnaeldsneyti. Mikill ávinningur yrði af því fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild.
 

Gísli Gíslason er einn helsti frumkvöðull hér á landi þegar kemur að innflutningi rafbíla. Fyrirtækið sem hann stýrir, Even, hefur unnið að innflutningi rafbíla og hleðslubúnaðar frá árinu 2008. Gísli hefur verið óþreytandi að kynna kosti rafbíla, kveikja áhuga stjórnvalda og fyrirtækja á sviði samgönumála og olíusölu. Eins og fram kom í viðtali á Morgunvaktinni, þá gengur þetta hægt.

Nágrannaþjóðir okkar eru komnar miklu lengra, t.d. Norðmenn. Hér vantar hleðslustöðvar til að tryggja öruggan aðgang að orkunni sem við framleiðum sjálf í landinu. Olíufélögin hérlendis hafa til þessa sýnt því takmarkaðan áhuga að bæta rafhleðslu fyrir bíla við hefðbundna þjónustu sína.

Vonast Gísli jafnvel til að geta vakið áhuga erlendra aðila á því verkefni. Þetta er sögulegt tækifæri. Ísland framleiðir græna orku og gæti knúið með henni allan ökutækjaflota sinn. Og til viðbótar gætum við smíðað okkar eigin rafbíla með innlendu áli. Við gætum gert þetta hratt, losað okkur við mengandi bíla á fáum árum. 


Sjá einnig