Horft til framtíðar í Straumsvík

Pét­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Sa­máls, seg­ir ekk­ert benda til ann­ars en að menn séu að horfa til framtíðar í ál­ver­inu í Straums­vík í samtali við Mbl.is.

„Þau eru ný­bú­in með sex­tíu millj­arða fjár­fest­ing­ar­verk­efni. Í því fólst að auka bæði fram­leiðslu og fara yfir í virðis­meiri og flókn­ari afurðir. Það bend­ir ekk­ert til ann­ars en að menn séu að horfa til framtíðar í Straums­vík,“ bætir Pétur við.

Í fréttinni sem skrifuð er af Frey Bjarnasyni segir ennfremur:

Fjár­fest­ing­ar­verk­efnið sem um ræðir er það stærsta á Íslandi frá hruni. Það hófst árið 2010 og lauk á síðasta ári. „Þetta sýn­ir að menn hafa metnað fyr­ir þess­um rekstri.“

Verk­fall­inu í ál­ver­inu var af­lýst seint í gær­kvöldi. Hefði því ekki verið af­lýst hefði lok­un á 480 ker­um þess haf­ist í dag. Gylfi Ingvars­son, talsmaður starfs­manna ál­vers­ins, hef­ur gefið í skyn að kjara­deil­an hafi hugs­an­lega verið notuð sem átylla til að loka ál­ver­inu fyr­ir fullt og allt.

Of­fram­leiðsla í Kína lækk­ar ál­verð

Álverð hef­ur farið lækk­andi á heimsvísu á síðustu mánuðum. Frá ára­mót­um hef­ur það lækkað um tæp 30 pró­sent. Að sögn Pét­urs eru or­sak­irn­ar fyr­ir því fyrst og fremst of­fram­leiðsla í Kína og vax­andi út­flutn­ing­ur þaðan sem hafi hægt á efna­hags­vext­in­um. „Á móti hafa Kín­verj­ar ekki dregið úr fram­leiðslu og fyr­ir vikið hef­ur mynd­ast þrýst­ing­ur á út­flutn­ing. Það sem er já­kvætt er að það er ört vax­andi eft­ir­spurn í heim­in­um eft­ir áli,“ seg­ir Pét­ur.

Ástæðan fyr­ir því er að ál er notað í æ rík­ari mæli í sam­göngu­tæki, ekki síst bif­reiðar. Þar er verið að mæta kröfu stjórn­valda, ekki síst á Vest­ur­lönd­um, um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda með því að létta bíla­flot­ann.

Óviðun­andi arðsemi 

Álverið í Straums­vík skilaði um 400 millj­óna hagnaði fyr­ir skatta á síðasta ári, sem er 0,3% arðsemi eig­in fjár. Fram hef­ur komið að það sé óviðun­andi arðsemi að mati Rio Tinto á Íslandi. Á síðustu árum hafi því verið ráðist í aðhaldsaðgerðir og starfs­mönn­um í Straums­vík m.a. fækkað um í kring­um 100 manns.

 „Þegar harðnar á daln­um og ál­verð lækk­ar er óhjá­kvæmi­legt að það hafi áhrif á rekst­ur ál­vera víða um heim,“ seg­ir Pét­ur. „Álverð hef­ur lækkað um 30 pró­sent frá ára­mót­um. Slík lækk­un hef­ur auðvitað áhrif og dæmi eru um að óhag­kvæm­um rekstr­arein­ing­um sé lokað. Auðvitað skipt­ir sam­keppn­is­hæfn­in máli."

Vilja hnatt­ræn­ar aðgerðir

Frá ár­inu 2007 hef­ur álfram­leiðsla inn­an ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins dreg­ist sam­an um þriðjung.  „Það hef­ur fyrst og fremst gerst vegna þess kostnaðar sem reglu­verk ESB legg­ur á fram­leiðsluna, en eng­in leið er að velta hon­um út í verðið sem ræðst á heims­markaði, seg­ir Pét­ur.

„Kostnaðarmats­grein­ing sem fram­kvæmda­stjórn ESB lét gera fyr­ir rúmu ári sýn­ir að 11 pró­sent leggj­ast á fram­leiðslu­kostnað áls í ESB-ríkj­un­um vegna orku­skatta og los­un­ar­gjalda. Fyr­ir vikið hrekst áliðnaður frá ríkj­um þar sem álfram­leiðsla er um­hverf­i­s­vænst yfir til Kína og Mið-Aust­ur­landa þar sem los­un er marg­falt meiri. Þess vegna hafa evr­ópsk­ir álfram­leiðend­ur lagt áherslu á að gripið verði til aðgerða á hnatt­ræna vísu til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda  og kerfi los­un­ar­heim­ilda verði sam­ræmd milli ríkja og heims­álfa, þannig að aðgerðirn­ar skili til­ætluðum ár­angri.“

Sjá einnig