Magnús Þór Ásmundsson stjórnarformaður Samáls flytur erindi sitt á ársfundinum í morgun. Ljósmynd: K…
Magnús Þór Ásmundsson stjórnarformaður Samáls flytur erindi sitt á ársfundinum í morgun. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Innlend útgjöld álvera á Íslandi um 92 milljarðar

Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Þetta kom fram í máli Magnús­ar Þórs Ásmunds­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda, á árs­fundi sam­tak­anna í Kaldalóni í Hörpu í morg­un. Í umfjöllun Mbl.is sagði ennfremur:

Alls fluttu ál­ver­in út tæp 860 þúsund tonn af áli og álaf­urðum í fyrra.

Magnús Þór sagði að inn­lend út­gjöld ál­vera hafi numið um 92 millj­örðum króna á síðasta ári eða rúm­um 250 millj­ón­um á dag. Þrátt fyr­ir lægra ál­verð hafi út­gjöld­in verið tíu millj­örðum hærri en árið þar á und­an.

Sam­an­lögð raf­orku­kaup ál­vera á Íslandi námu um 41 millj­arði árið 2015 og er þá miðað við meðal­verð Lands­virkj­un­ar til stóriðju. „Það und­ir­strik­ar mik­il­vægi áls­ins að á grunni samn­inga ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja við áliðnaðinn hef­ur byggst upp eitt öfl­ug­asta raf­orku­kerfi í heim­in­um, þrátt fyr­ir að Íslend­ing­ar séu fá­menn þjóð í stóru og harðbýlu landi,“ sagði Magnús í er­indi sínu.

Hann nefndi að starfs­menn ál­vera á Íslandi hafi verið um 1.452 í fyrra, en auk þess hafi fast­ir starfs­menn verk­taka inni á ál­vers­svæðunum verið um 530. „Það hef­ur skapað fyr­ir­tækj­um í heima­byggð marg­vís­leg tæki­færi þegar ál­ver út­hýsa þeirri starf­semi, sem heyr­ir ekki til kjarn­a­rekstr­ar þeirra,“ sagði hann.
 

Þetta væri sam­fé­lags­lega ábyrg stefna sem stuðlaði að upp­bygg­ingu þjón­ustu í nærsam­fé­lag­inu og skapaði tæki­færi fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki til að vaxa. Hag­fræðistofn­un hefði metið það svo í sinni skýrslu frá 2009 að störf í áliðnaði ásamt af­leidd­um störf­um væru um fimm þúsund á Íslandi.

Greiddu sex millj­arða í skatta og gjöld

Þá hafi laun og launa­tengd gjöld numið um sex­tán millj­örðum í fyrra, en Magnús Þór benti á að kjarak­ann­an­ir hefðu ít­rekað sýnt að ál­fyr­ir­tæk­in greiði um­tals­vert hærri laun en meðallaun eru á al­menn­um vinnu­markaði. Skatt­ar og op­in­ber gjöld ál­fyr­ir­tækj­anna námu um sex millj­örðum árið 2015.

Álver á Íslandi greiddu tæpa 30 millj­arða fyr­ir kaup á vör­um og þjón­ustu af hundruðum fyr­ir­tækja í fyrra og eru raf­orku­kaup þá und­an­skil­in. „Ekki þarf að fara mörg­um orðum um mik­il­vægi álfram­leiðslu á Íslandi fyr­ir þessi fyr­ir­tæki, en þrátt fyr­ir að ál­verð hafi verið lágt síðasta árið er grósk­an mik­il í ís­lensk­um áliðnaði,“ sagði Magnús.

Áhugi á frek­ari fjár­fest­ing­um

Til marks um það nefndi hann að ný­fjár­fest­ing­ar námu rúm­um fjór­um millj­örðum króna. Ljóst væri að áhugi fyr­ir­tækj­anna stæði til að fjár­festa frek­ar í sín­um rekstri á Íslandi á næstu árum.

Fram kem­ur í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands frá því í fyrra að heild­ar­fram­lag álklas­ans til lands­fram­leiðslu hafi numið ná­lægt 6,8% á ár­un­um 2011 og 2012, en það sam­svar­ar um 120 millj­örðum árið 2012. Ef einnig er horft til eft­ir­spurn­aráhrifa var fram­lagið tæp 9% árið 2012 eða um 160 millj­arðar.

 


Sjá einnig