Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skoðar sýningu Hellu undir leiðsögn bræðranna Grétars og …
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skoðar sýningu Hellu undir leiðsögn bræðranna Grétars og Leifs Þorvaldssona á ársfundi Samáls. Við hlið þeirra til hægri á myndinni er Garðar Eyjólfsson lektor og fagstjóri í vöruhönnun við LHÍ sem sá um uppsetningu sýningarinnar.

Notuðu ál úr göml­um flug­véla­flök­um

Þegar Málm­steyp­an Hella var stofnuð fyr­ir 67 árum voru við lýði það ströng inn­flutn­ings­höft að not­ast var við brota­málm úr flug­véla­flök­um frá stríðsár­un­um til þess að steypa hina ýmsu muni. Það var eina álið sem var fá­an­legt á þeim tíma. Nú eru breytt­ir tím­ar, að sögn Grét­ars Más Þor­valds­son­ar, sem rek­ur fyr­ir­tækið ásamt föður sín­um Þor­valdi Hall­gríms­syni og bróðurn­um Leifi.

Hér má lesa fréttina á Mbl.is

Í fréttinni segir ennfremur: Fyr­ir­tækið fram­leiðir nú alls kon­ar vör­ur og muni sem eru hluti af dag­legu lífi Íslend­inga og seg­ir Grét­ar Már í sam­tali við mbl.is að rekst­ur­inn hafi gengið vel. Fyr­ir­tækið hafi siglt í gegn­um ólgu­sjó efna­hags­lægðar­inn­ar 2008 og eins staðið af sér mikl­ar lækk­an­ir á ál­verði. Kúnna­hóp­ur­inn, allt frá stóriðju og sjáv­ar­út­vegi til ís­lenskra heim­ila, fari sís­tækk­andi, en nú til dags þjón­ust­ar fyr­ir­tækið einkum iðnað af ýmsu tagi.

Að lokn­um árs­fundi Sa­máls í Hörpu á miðviku­dag­inn var opnuð sýn­ing á vör­um og grip­um af ýms­um toga sem fram­leidd­ir hafa verið hjá Málm­steyp­unni Hellu. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var leidd um sýn­ing­una af bræðrun­um, Grét­ari Má frummóta­smíðameist­ara og Leifi málm­steypu­meist­ara. Garðar Eyj­ólfs­son, lektor og fag­stjóri vöru­hönn­un­ar við Lista­há­skóla Íslands, kom að upp­setn­ingu sýn­ing­ar­inn­ar og marg­ar kyn­slóðir lögðu hönd á plóg á sýn­ing­unni sjálfri, meðal ann­ars við pönnu­köku­bakst­ur á pönn­um sem Hella fram­leiðir. Grét­ar seg­ir að pönnu­kök­urn­ar hafi vakið mikla lukku, en marg­ir kann­ast ef­laust við pönn­urn­ar frá Hellu sem hafa enst kyn­slóð fram af kyn­slóð.

Ýmis­legt fleira er að finna á sýn­ing­unni sem sýn­ir fram­leiðslu­ferlið í fyr­ir­tæk­inu. Til dæm­is er til sýn­is jeppi frá Arctic Trucks, en Hella býr til felg­urn­ar fyr­ir það fyr­ir­tæki, sem og ýmsa íhluti.

Hóf­ust handa í gam­alli hlöðu

Fyr­ir­tækið var stofnað 11. maí 1949, en starf­sem­in hófst í gam­alli hlöðu við Haga í Reykja­vík. Að stofn­un­inni stóðu þeir Leif­ur Hall­dórs­son mód­elsmiður og Ró­bert Fær­gem­an, dansk­ur málm­steypumaður, í fé­lagi við góðan hóp manna. Þor­vald­ur Hall­gríms­son tók við rekstr­in­um þegar heilsu Leifs fór að hraka og hef­ur hann haldið um stjórn­artaum­ana í yfir þrjá­tíu ár, ásamt þeim Grét­ari Má og Leifi. Starfa nú sjö manns hjá málm­steyp­unni.

Eins og áður sagði voru ströng inn­flutn­ings­höft við lýði þegar fyr­ir­tækið var stofnað og þurfti því að afla allra hluta, efna og tækja hér inn­an­lands. Hrá­efnið var gaml­ir brota­málm­ar og var álið að mestu fengið úr göml­um flug­véla­flök­um sem menn gengu jafn­vel upp til fjalla til að sækja, að sögn Grét­ars Más.

„Fyr­ir­tækið byrjaði að fram­leiða vör­ur sem feng­ust ekki inn í landið, svo sem búsáhöld og ým­is­legt tengt sjáv­ar­út­vegi. Það voru greini­lega tæki­færi á markaði til að bæta við og fé­lag­arn­ir stofnuðu fyr­ir­tækið með það í huga,“ seg­ir hann. Fyrstu árin voru því fyr­ir­tæk­inu erfið en það átti eft­ir að breyt­ast, sér­stak­lega eft­ir að ál­verið í Straums­vík tók til starfa um 1970.

Pönn­ur, pott­ar og ýms­ar vör­ur til eld­un­ar voru áber­andi í fram­leiðslunni á fyrstu ár­un­um og er raun­ar margt af því fram­leitt enn þann dag í dag, eins og pönnu­kökup­ann­an. Nú fram­leiðir málm­steyp­an hins veg­ar fyr­ir iðnað af ýmsu tagi, til dæm­is stóriðjuna og sjáv­ar­út­veg. „Við erum að fram­leiða fyr­ir stór­an kúnna­hóp, allt frá stóriðju til lít­illa heim­ila,“ seg­ir Grét­ar Már.

Fyr­ir­tækið fram­leiðir alls kon­ar búnað, margt til notk­un­ar í vél­um og tækj­um, skaut­lása, upp­hækk­un­ar­sett fyr­ir bíla, ýmis tæki til mat­væla­vinnslu, veg­vísa og skilti, svo örfá dæmi séu tek­in. Þá nefn­ir Grét­ar einnig lokið á ruslal­úg­unni sem má finna í flest­um fjöl­býl­is­hús­um. Raun­ar geri fæst­ir sér ef­laust grein fyr­ir því hversu oft þeir noti vör­ur frá Hellu dags­dag­lega.

Hér er saga og starfssemi Málm­steyp­unn­ar Hellu í Hafnar­f­irði rak­in í máli og mynd­um en mynd­bandið var frum­sýnt á árs­fundi Sa­máls í síðustu viku.


Sjá einnig