Orkusölusamningur Norðuráls og HS Orku dæmdur gildur

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur Norðuráls og HS Orku sé í fullu gildi, og að HS Orka sé skuldbundin til að afhenda Norðuráli þá raforku sem samningurinn tilgreinir í samræmi við skilmála hans. Þetta er niðurstaða úr gerðardómsmáli Norðuráls gegn HS Orku, varðandi orkuafhendingu til álvers félagsins í Helguvík.

"Við erum ánægð með niðurstöðu gerðardómsins og vonumst til þess að Norðurál og HS Orka geti tekið höndum saman við að koma framkvæmdum í Helguvík á fullan skrið sem allra fyrst" segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, í tilkynningu frá félaginu.


Sjá einnig