Raf­magnið dygði Manchester­borg

Á dag­inn stýr­ir Eyrún Linn­et raf­veitu sem gæti séð Manchester­borg eða Mong­ól­íu fyr­ir raf­magni í ál­ver­inu í Straums­vík. Eft­ir vinnu saum­ar hún þjóðbún­inga sem hún seg­ir bæði ávana­bind­andi en einnig að handa­vinn­an færi ró sem sé hægt að líkja við hug­leiðslu. Rætt er við Eyrúnu í stuttu innslagi á Mbl.is í nýrri þáttaröð um Fagfólkið.

„Krakk­arn­ir eru svona mis­jafn­lega spennt fyr­ir því að fara í bún­ing­inn. Litlu strák­arn­ir eru svona oft­ast til í þetta,“ seg­ir Eyrún Linn­et, leiðtogi raf­veitu hjá ál­ver­inu í Straums­vík sem rætt er við í þætt­in­um Fag­fólkið hér á mbl.is.

Í þætt­in­um kíkj­um við með Eyrúnu í vinn­una en líka í Ann­ríki í Hafnar­f­irði þar sem áhuga­fólk um þjóðbún­inga og gerð þeirra kem­ur sam­an og sæk­ir fróðleik.  

Á næstu mánuðum mun al­menn­ingi gef­ast kost­ur á að kynn­ast lífi og störf­um fólks í iðnaði hér á landi í Fag­fólk­inu, stutt­um og skemmti­leg­um þátt­um á mbl.is. Í síðasta þætti kynnt­umst við Gunn­ar Óla Sig­urðssyni sem er orku­tækni­fræðing­ur og töframaður. 


Sjá einnig