Raforkusala til stórnotenda skert um 3,5%

Lands­virkj­un hef­ur til­kynnt stór­kaup­end­um að draga þurfi úr af­hend­ingu á raf­orku frá næstu mánaðamót­um ef ástand vatns­bú­skap­ar­ins batn­ar ekki þeim mun meira. Nánar er fjallað um málið á Mbl.is.

Í fréttinni segir ennfremur að inn­rennsli í miðlun­ar­lón, ekki síst á Aust­ur­landi, sé minna en það hef­ur verið í meira en ára­tug vegna lít­ill­ar snjó- og jök­ul­bráðnun­ar í sum­ar.

Nú vant­i 30% upp á að miðlun­ar­lón Lands­virkj­un­ar séu full. Útlit sé fyr­ir að enn muni vanta 20% upp á fyll­ingu um næstu mánaðamót þegar öll lón eiga að vera full og byrjað að nota vatnið til raf­orku­fram­leiðslu. Lands­virkj­un reikn­i með að draga úr orku­sölu um 3,5% á kom­andi vetri. Það get­ur þó breyst eft­ir ástandi vatns­bú­skap­ar­ins.

Sjá einnig