Rannsókn á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjanaframkvæmda á Austurlandi

Þetta er lokaskýrsla verkefnis sem sett var af stað samhliða framkvæmdum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls á Austurlandi. Þar kemur meðal annars fram að íbúum á miðsvæði framkvæmdanna fjölgaði um 22% árin 2002-2008. Þá hafði framkvæmdin nokkur áhrif á launastig í fjórðungnum en launatekjur hækkuðu marktækt meira á Austurlandi á árunum 2004-2008 en annars staðar á landinu auk þess sem meðaltekjur hafa verið hæstar á landsbyggðinni á Austurlandi frá árinu 2002.

Hér má skoða lokaskýrsluna.

Sjá einnig