Spá spreng­ingu í ál­notk­un í bíl­smíði

Niður­stöður ný­legr­ar rann­sókn­ar sem fram­kvæmd var af Ducker Worldwi­de benda til þess að á næstu tíu árum verði al­ger spreng­ing í auk­inni notk­un áls við smíði nýrra bíla fram­leidd­um í Norður-Am­er­íku. Greint frá rannsókninni á Mbl.is.

Þar segir ennfremur að talið sé að álnotkunin vaxi um 16 milljónir tonna á tímabilinu, en þess megi geta að Alcoa sé sá álfram­leiðandi í heim­in­um sem einkum sjái bif­reiðafram­leiðend­um fyr­ir áli.

Í rann­sókn Ducker komi fram að árið 2025 verði 7 og hverj­um 10 pall­bíl­um í Norður-Am­er­íku verði fram­leidd­ir með yf­ir­bygg­ingu úr áli. Hvað varði fram­leiðslu fólks­bíla og pall­bíla í heild seg­ir Ducker að hlut­fallið auk­ist um 18% á sama tíma­bili í þess­ari þriðju stærstu heims­álfu heims þar sem um hálf­ur millj­arður íbúa býr. Ford, GM og Fiat Chrysler muni leiða byltinguna.

Notkun áls í bifreiðum léttir þær, dregur úr eldsneytisnotkun og gegnir mikilvægu hlutverki við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Hér má lesa fréttina á Mbl.is.


Sjá einnig