Fjárfestingaráform

Álfyrirtækin þrjú sem hér starfa hafa sýnt það í verki að vilji er til að fjárfesta hér á landi. Rio Tinto Alcan lauk við fjárfestingarverkefni upp á 60 milljarða árið 2014, Norðurál vinnur nú að fimm ára fjárfestingarverkefni upp á á annan tug milljarða og Alcoa Fjarðaál hefur frá því það hóf starfsemi árið 2007 varið um 14 milljörðum til fjárfestinga.

Öll hafa álverin hug á að auka framleiðslu á næstu árum. Norðurál hóf framkvæmdir við nýtt álver í Helguvík árið 2009 sem ætlunin er að byggja í þremur 90 þúsund tonna áföngum með mögulegri viðbót þess fjórða síðar meir. Framkvæmdir hafa tafist vegna þess að ekki hefur tekist að tryggja orku til framleiðslunnar.

Í fjárfestingarverkefni Rio Tinto Alcan sem hafist var handa við árið 2010 var stefnt að 40 þúsund tonna framleiðsluaukningu, en í reynd varð aukningin 15 þúsund tonn. Unnið verður áfram að því að ná fram þeirri framleiðsluaukningu sem upphaflega var stefnt að með straumhækkun. Í fjárfestingarverkefni Norðuráls á Grundartanga sem hófst árið 2013 er stefnt að 50 þúsund tonna framleiðsluaukningu með straumhækkun.

Öll álverin horfa til þess að nýta straumhækkun til framleiðsluaukningar, auk þess sem æ meiri áhersla er lögð á virðismeiri afurðir.  

 


Sjá einnig