Sýningin Element á Hönnunarmars í álverinu í Straumsvík

Sýningin Element á Hönnunarmars í álverinu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík heldur Hönnunarmars hátíðlegan og býður til sýningar í höfuðstöðvum sínum í samstarfi við Samál, málmsteypuna Hellu og fleiri aðila.

Tinna Gunnarsdóttir, Garðar Eyjólfsson, iiif collective, Björn Steinar Blumenstein & Johanna Seelemann eru meðal þeirra hönnuða sem eiga verk á sýningunni.

Garðar Eyjólfsson verður með leiðsögn um sýninguna kl 14 laugardaginn 25. mars.

Opnunartími sýningarinnar er eftirfarandi:
Fimmtudagur kl 16.00-22.00 
Föstudagur kl 16.00-22.00
Laugardagur kl 11.00-17.00
Sunnudagur kl 13.00-17.00

Viðfangsefni sýningarinnar er ál í íslensku samhengi. Reynt er að varpa ljósi á efnið sjálft og eiginleika þess með sýningu á völdum hlutum, sem sumir eru hannaðir að frumkvæði íslenskra hönnuða en aðrir af iðnaði, fyrir iðnað, með notagildi að leiðarljósið. Einnig er hugað að tengingum efnisins við orku og landslag. 

Sýningarstjórn er í höndum Eyjolfsson.

https://www.facebook.com/events/420067121659199/

Sjá einnig